27.1.2025 | 17:15
Pútín: Ef kosningasigrinum hefði ekki verið stolið frá Trump árið 2020, hefði Úkraínustríðið aldrei átt sér stað árið 2022.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lýst því yfir í ræðu í Rússneska ríkissjónvarpinu í s.l. viku, að hann hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef Donald Trump hefði sest á forsetastól í Bandaríkjunum árið 2020.
Hann sagðist nú ver fús til að semja um frið í Úkraínu, eftir næstum þriggja ára átök. "Við Rússar trúum yfirlýsingum hins nýja Bandaríkjaforseta, um að hann sé reiðubúinn til að vinna með okkur. Við erum tilbúnir til samningaviðræðna. Miðað við stöðuna í dag væri best fyrir okkur að hittast, og ræða saman í rólegheitum," sagði Pútín og vísaði þar til hugsanlegs fundar með Donald Trump.
Rússneski leiðtoginn fullyrti einnig að erfitt væri að semja við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu.
![]() |
Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2025 | 20:50
Nú vilja menn að draumaforsetinn Donald Trump sitji í a.m.k. 8 ár.
Þingmaðurinn Andy Ogles frá Tennessee hefur kynnt að hann muni leggja fram ályktun um að breyta svokallaðri 22. Breytingu Stjórnarskrár Bandaríkjanna, á þann veg að hún gerir sitjandi Bandaríkjaforseta kleift að sitja þrjú kjörtímabil.
Ogles heldur því fram að áframhaldandi forysta Donalds Trumps sé nauðsynleg til að snúa við efnahagslegri og pólitískri hnignun undir fyrri ríkisstjórn og hvetur til að Trump fái tækifæri til að geta setið lengri tíma en fjögur ár í embætti.
Breyting á Bandarísku Stjórnarskránni er hins vegar ekkert smá mál og til að ályktun Ogles nái fram að ganga þarf tvo þriðju hluta atkvæða bæði í Fulltrúadeild og Öldungadeild Þingsins og þar að auki staðfestingu 38 ríkja.
![]() |
Fréttaskýring: Við lifum á merkilegum tímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2025 | 17:22
Þökk sé siðbótarhreyfingu Donalds Trump
Hlutverk Kirkju Krists er að standa með Sannleikanum, Orði Guðs. Það þýðir að Kirkjan fer gegn lygi Woge-hreyfingarinnar, gegna siðleysi hennar og villu, og þar með talda hegðun og boðun kynvillinga og transfólks.
Með Kirkju Krists stendur Trump sannarlega, en gegn kirkjum villunnar, sem þær Edgar Budde og Guðrún Karls Helgudóttir, standa fyrir. En kvenbiskuparnir vilja báðir innleiða siðleysi í þjóðfélög sín, og kalla innleiðinguna miskunnsemi.
Þökk sé siðbótarhreyfingu Donalds Trump.
![]() |
Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 204
- Frá upphafi: 10631
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 189
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar