Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.
(1. Tím. 2:14-15).
Karlar á fimmtugsaldri líklegastir til að kjósa Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engin vopn, sem smíðuð verða móti þér (Trump), skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til málaferla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna Jehóva og það réttlæti, er þeir fá hjá mér segir Jehóva. (Jes. 54:17).
Trump virðist hafa verið sýnt banatilræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2024 | 21:02
Geturðu fengið af þér að láta taka ófætt barn þitt af lífi?
Barnið þitt sem hrópar í móðurlífi þínu: Mamma mín má ég lifa? Guð leyfði getnað minn, og ætlaði mér að lifa. Miskunna þú mér. Elsku mamma mín! Deyddu mig ekki!
46 konum neitað um þungunarrof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2024 | 23:43
Donald Trump aðalefni falsfrétta í níu ár hjá meginstraumsfjölmiðlum
Hvorki eru stærstu fjölmiðlar hér á landi né í Bandaríkjum Norður-Ameríku marktækir í umfjöllun sinni um Donald Trump. Hið sama á reyndar við um flest sem lýtur að pólitík og stríðsátökum.
Almenningur í Bandaríkjunum hefur fyrir löngu gert sér fulla grein fyrir hvernig fréttaflutningi í þeirra landi er háttað, en ekki er sama hægt að segja um Íslendinga.
Síðustu daga hef ég skammast mín fyrir að vera hluti af þessari dómgreindarlausu þjóð, Íslendingum, sem meðtaka fréttir gagnrýnislaust, m.a. af frammistöðu Donalds Trump í kappræðum frambjóðenda til forsetakjörs í Bandaríkjunum, sem fram fara 5. nóvember n.k.
Útilokar aðrar kappræður við Harris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2024 | 16:08
Trump er útvalinn af Guði til að undirbúa komu Ísraels konungs!
Ísraelsríki er lykillinn að framtíð heimsins.
Svo segir Ísraels Guð: "Ég mun ganga á undan þér (Donald Trump) og jafna hólana, ég mun brjóta eirhliðin og mölva járnslárnar. Ég mun gefa þér hina huldu fjársjóðu og hina fólgnu dýrgripi, svo að þú kannist við, að það er ég, Jehóva, sem kalla þig með nafni þínu (Donald Trump), ég Ísraels Guð. Vegna þjóns míns Jakobs og vegna Ísraels, míns útvalda, kallaði ég þig með nafni þínu, nefndi þig sæmdarnafni (Forseta Bandríkjanna), þó að þú þekktir mig ekki." (Jes. 45:2-4).
Donald Trump segir Ísraelsríki muni þurrkast út innan tveggja ára verði Kamala Harris Forseti Bandaríkjanna.
Án Ísraels á Heimurinn enga framtíð.
Svo segir Orð Guðs um komandi konung Ísraels: "Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn, (Jesús Kristur). Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans (Ísrael). Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu. Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma." (Jes. 9:6-7).
Trump kom fréttamönnum á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2024 | 19:05
Guð vill ekki að þú deyir
Því svo elskaði Guð heiminn (þig), að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver (þú) sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3:16).
Nýr biskup Þjóðkirkjunnar, Guðrún Karls Helgudóttir lagði áherslu á orðið upprisa í ræðu sinni, eftir að hafa verið vígð sem Biskup Íslands 1. september. Hún talaði um upprisu í merkingunni, afturhvarf, endurnýjun, eða nýja betri tilveru.
Kristindómurinn snýst eingöngu um að dauðir muni upp rísa fyrir trú á Jesú Krist. Fyrir 2000 árum verður Kirkja Krist til vegna þessarar trúar. Þetta er innihald Fagnaðarerindisins sem Jesús kenndi og framkvæmdi.
Það er Guð sem ræður yfir lífi okkar og dauða, þótt svo virðist vera að Djöfullinn geti stigið fram hvenær sem er og tortímt okkur, en hann hefur ekki síðasta orðið.
Jesús segir við hana: Bróðir þinn mun upp rísa. Marta segir: Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi. Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? (Jóh. 11:23-26).
Jesús tók hönd barnsins og sagði: Talíþa kúm! Það þýðir: Stúlka litla, ég segi þér, rís upp! Jafnskjótt reis stúlkan upp og fór að ganga um, en hún var tólf ára. Og menn urðu frá sér numdir af undrun. (Mk. 5:41-42).
Á ekki að gerast í okkar samfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2024 | 09:01
Sakbitin Þjóð í sárum, syrgir dóttur
Birgir Karl Óskarsson, ég sendi þér og fjölskyldu þinni, mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls dóttur ykkar Bryndísar Klöru. Megi góður Guð veita ykkur huggun.
Það er þakkarvert hve margir sýna ykkur hluttekningu og ganga inn í samfélag sorgar ykkar og þjáningar. Öll þjóðin syrgir.
Ég tek undir þá von þína, Birgir Karl, að missir ykkar við sviplegan dauða Bryndísar Klöru muni framkalla betri veruleika fyrir íslenskt samfélag.
Ráðamenn okkar og Þjóð öll, þarf að taka afturhvarfi og iðras gjörð sinna á mörgum sviðum.
Öll erum við ábyrg fyrir voðaverkum sem eru framin hér daglega á sjúkrastofnunum með drápum ófæddra barna.
Biðjum Guð að fyrirgefa okkur grimmd okkar, og að Hann hjálpi okkur að snúa frá illri breytni.
Bryndís Klara er dóttir mín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2024 | 10:23
Donald Trump gegn drápum ófæddra barna.
Donald Trump stendur gegn því að mæður fái löglegt leyfi til að myrða og drepa ófædd börn sín.
Hann er kristinn maður og lítur þar af leiðandi á hvert einasta mannslíf sem heilagt, enda af þeim Guði gefið sem sagði: Þú skalt ekki mann deyða.
Kristin þjóð mun því ekki snúa baki við slíkum forsetaframbjóðanda og velja andstæðing ófæddra barna í embætti forseta landsins.
Sagði Bandaríkin tilbúin að snúa baki við Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2024 | 15:58
Reykvíkingi ársins er nú refsað af Reykjavíkurborg fyrir það sama og Borgin verðlaunaði hann fyrir árið 2014
Bræðurnir Gunnar Halldór og Kristján Aðalbjörn Jónassynir hafa rekið hverfaverslunina Kjötborg í meira en hálfa öld, að Ásvallagötu 19. Allan þann tíma hafa þeir litið jafnframt á verslunina sem eins konar félagsmiðstöð, sem hún og er.
Segjast þeir hafa meiri áhuga á samskiptum við fólkið sem verslar við þá, en peningum þess, enda ómögulegt að aflað sér hárra tekna með verslun af þessu tagi.
Embættismenn Borgarinnar komu auga á þessa stórkostlegu þjónustu þeirra bræðra, þegar Reykjavíkurborg valdi Reykvíking ársins 2014, og urðu þeir fyrir valinu.
Nú hins vegar er Kjötborgarbræðrum refsað fyrir að reka verslunina, með Því að leggja á þá himinhá bílastæðagjöld þegar þeir leggja bifreiðum sínum við verslunina, sem þeir komast ekki hjá að gera. Gjöldin eru svo há að bræðurnir telja sig varla geta rekið verslunina áfram haldi Borgin áfram þessum refsiaðgerðum.
Ég hins vegar sem bý í næstu götu við Kjötborg þarf ekki að greiða jafnhá bílastæðagjöld og þeir þurfa að gera.
Hví fara Borgarstjóri og oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna ekki í heimsókn í Kjötborg til að öðlast dýpri skilning á lykilþáttum sjálfbærrar borgarþróunar? Sú ferð gæti samt kosta 1.600 krónur á mann í Bílastæðagjöld.
Ferð til að auka dýpri skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2024 | 17:01
Fögnum og verum glaðir! Visa greiðslukortið mitt hjálpar Ísrael daglega að lifa af þjóðarmorð.
Björn B. Björnsson skrifar í dag grein á visir.is, SKOÐUN, um ísraelska fjármálafyrirtækið Rapyd, að það sé eigandi kortafyrirtækja, hér á landi eins og t.d. Visa.
Björn fullyrði að starfsemi Rapyd sé ólögleg af því það styðji við baráttu Ísraelsríkis við að standast árásir óvinaþjóða sem umkringja það, og kallar varnarbaráttuna þjóðarmorð á árásarmönnunum.
Með orðum sínum hefur Björn endaskipi á hlutunum.
Ég fagna því að greiðslukortið sem ég nota er frá Visa, og er þrátt fyrir allt þakklátur Birni fyrir að upplýsa mig um, að hvern dag sem ég nota kortið mitt er ég að styðja Ísraelsmenn í því að lifa af það þjóðarmorð sem reynt hefur verið að fremja á þeim síðan 1948.
Sætta sig ekki við langvarandi hernám Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar