Afneita Valur og KFUM skapara sínum jólin 2023?

Valur og KFUM eru þessa daga í stríði gegn skapara sínum sr. Friðrik Friðrikssyni.

Félögin virðast elta Tíðarandann, (Guð þessarar aldar), og láta leiðast af neikvæðum orðrómi um sr. Friðrik án þess að hafa í höndum sannanir gegn honum.

Þetta hefur orðið til þess að nú eru tvær styttur fjarlægðar af prestinum, ein við höfuðstövar KFUM við Lækjargötu og önnur við Hlíðarenda á lóð Vals.

Þetta verður þessum báðum félögunum til falls geri þau ekki iðrun.

Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt, munu þeir líka varðveita yðar. (Jóh. 15:20).

Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau. En lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma. Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10:13-16).

Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá Sannleikanum og hverfa að ævintýrum. (2. Tim. 4:3-4).


mbl.is Vilja svipta sr. Friðrik nafnbót heiðursborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2023

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband