27.10.2024 | 22:43
Stríð endurfæðingar Ísraels
Í ræðu sem Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels hélt í dag, 27. október, segir hann að stríði hafi verið þröngvað upp á Ísrael af Hamas, Hezbolla og Íran. Stríðsátökin krefjist einingar og styrks Ísraelsku þjóðarinnar, en með Guðs hjálp muni Ísrael sigra þetta stríð og endurfæðast.
Hann leggur áherslu á mikla einingu Ísraela þrátt fyrir mismunandi bakgrunns. En Ísraelsmenn eru ekki aðeins gyðingar. Í Ísrael búi einnig drúsar, kristnir og múslímar, sem allir standi sameinaðir í bardögum við óvinina.
Svo segir Ísraels Guð:
Þegar ég safna Ísraelsmönnum saman frá þjóðunum, þangað sem þeim var tvístrað, þá skal ég auglýsa heilagleik minn á þeim í augsýn þjóðanna, og þeir skulu búa í landi sínu, því er ég gaf þjóni mínum Jakob.
Og þeir munu búa þar óhultir og reisa hús og planta víngarða og búa óhultir, með því að ég læt refsidóma ganga yfir alla nágranna þeirra, er þá hafa óvirt, til þess að þeir viðurkenni, að ég er Drottinn, Guð þeirra. (Ez. 28:25-26).
Íran tilbúið að svara árásum Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 27. október 2024
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar