Ísraelsríki fæddist á einum degi - Ísraelsríki mun nú endurfæðast á einum degi

Eftir brottför Ísraelsmanna frá Egyptalandi úr þrælahúsinu, er talið að þeir hafi komið inn í Canaansland og stofnað þar Ríki Ísraels árið 1208 fyrir Krist.

Svo 3156 árum síðar, þann 14. maí 1948 lýsti David Ben Gurion, formaður gyðingastofnunarinnar fyrir Palestínu, yfir stofnun hins nýja ríkis Ísraels, enn einu sinni í Canaanslandi.

Stofnun Ísraelsríkis 1948 var uppfylling fyrirheits sem Guð hafði gefið Þjóðinni 800 árum fyrir Krist, og um leið svar við bænum Gyðinga, sem þeir höfðu beðið án afláts í 2000 ár, mann fram af manni.

Í ræðu, sem Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels flutti þjóð sinni, 27. október 2024, sagði hann að þessu stríði sem nú stendur yfir, hefði verið þröngvað upp á Ísrael þann 7. október 2023 með árásum Hamas, Hezbolla og Íran.

Hann sagði stríðsátökin gera gífurlega miklar kröfur til Ísraelsku þjóðarinnar um einingu og styrk, en með Guðs hjálp muni Ísrael sigra þetta stríð og endurfæðast.

Þar sem Benjamin Netanyahu er leiðtogi Ísraels, hefur Ísraels Guð vissulega lagt honum þennan spádóm í munn: „Endurfæðing Ísraelslýðs er á næstu grösum.“ (Nú verður það hin andlega endurfæðing).

"Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur hverfa. Þeir koma með fögnuði til Síonar, og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja." (Jes. 35:10).


mbl.is Skortur á hermönnum í Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2024

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband