Er skuldin er á Kerfinu, ekki á okkur?

Það er þægilegt að skella allri skuld á Kerfið, kenna því um að hafa ekki sýnt miskunnsemi og kærleika, sem við sjálf áttum að sýna.

Við ætlumst gjarnan til að ópersónulegt ríkisvald geri kraftaverk í lífi okkar og annarra, eins og um Guð almáttugan væri að ræða. En dautt Kerfi getur ekki veitt neinum neitt í kærleika, því það vinnur ekki kærleiksverk, heldur vinnur það samkvæmt regluverki.

Árið 30 e. Kr. sagði Jesús Kristur áheyrendum sínum dæmisöguna af Miskunnsama Samverjanum. Í því framhaldi hófu eftirfylgjendur Hans, Kirkjan, markvisst hjálparstarf. Óteljandi undursamlegir hlutir fóru að gerast í lífi kristins fólks.

Kirkjan setti á stofn klaustur þar sem tekið var á móti fólki sem þarfnaðist hjálpar, þegar fjölskyldur þess voru ófærar um að veita aðstoð.

Klaustrin urðu að sjúkrahúsum, elliheimilum og félagsmálastofnunum. Kristið fólk rak klaustrin með frjálsum framlögum, í anda þess kærleika sem Kristur boðaði heiminum og gerir enn.

Fyrir um það bil eitthundrað árum fór Ríkiskerfið að taka að sér þjónustuna sem Kirkjan hafði stundað í kærleika. Það hefði aldrei átt að gerast. Af þeim sökum erum við stöndum hér í dag.

Er ekki ástæða til að við biðjum svona: „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.“


mbl.is Engu um að kenna nema handónýtu kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2024

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband