18.11.2024 | 21:00
Sendiherra Íslands í USA - Sendiherra USA í Ísrael
Mikilvægustu sendiherrastöður tveggja þjóða.
Hversu mikilvæg er skipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm í sendiherratöðu fyrir Ísland í Banaríkjunum?
Hvaða þýðingu gæti það haft á framtíð Ísrael og Palestínu að Donald Trump hefur valið mann að nafni Mike Huckabee sem sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael?
Þann 12. nóvember tilkynnti Donald Trump nýkjörinn Bandaríkjaforseti að hann myndi tilnefna Mike Huckabee fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas til að gegna embætti sendiherra hans í Ísrael. Huckabee, er einnig baptista prestur.
Maðurinn er vel kunnugur landinu Ísrael og hefur ferðast um það allt ótal sinnum. Hann hefur hefur verið leiðsögumaður í pílagrímsferðum baptista til Ísraels og heimsótt landið að minnsta kosti hundrað sinnum síðustu áratugi.
Huckabee er andstæðingur hinnar svokölluðu tveggja ríkja lausnar á deilu Ísraela og Palestínumanna. Hann segir að það sé í raun ekkert til sem heitir Palestínumaður. Hann talar fyrir varanlegum yfirráðum Ísraelsmanna yfir hernumdum svæðum Vesturbakkans, en Palestínumenn gera tilkall til þessara landssvæða fyrir framtíðarríki sitt.
Þessi afstaða Huckabee er í algjörri mótsögn við þau sjónarmið sem meiri hluti bandarískra Gyðingar hafa. Skoðanakönnun á meðal þeirra fyrr á þessu ári leiddi í ljós að 46 prósent þeirra styðja tveggja ríkja lausn. Aðeins 22 prósent vilja að Ísraelsríki verði eina ríkið á svæðinu, eins og Huckabee gerir.
Skipun Huckabee í embætti sendiherrans sýnir, svo að ekki verður um villst, hvaða stefnu Trump ætlar halda uppi meðal Ísraelsmanna. Stefna hans er langt frá því að vera sprottin af einhverri leynireglu Gyðinga, eins og margir gyðingahatarar gætu haldið fram.
Hér er um að ræða stefnu sem ekki er eingöngu gyðingleg, heldur einnig ætluð að styðja við hugsjónir evangelísk kristinna manna í Bandaríkjunum, en þeir eru meðal áköfustu stuðningsmanna hins nýkjörna forseta.
Á fyrri forsetatíð sinni viðurkenndi Trump Jerúsalem sem höfuðborg landsins og studdi þá ötullega Benjamín Netanyahu forsætisráðherra. Hann hrósar sjálfum sér og hefur sagt: Við fluttum höfuðborg Ísraels til Jerúsalem.
Aftur á móti hefur hinn nýkjörni forseti, Donald Trump, oft kvartað undan því að bandarískir gyðingar, sem flestir kjósi demókrata, hafi sýnt honum vanþakklæti.
Fyrir Ísland og Ísrael eru tengslin við Bandaríkin mjög mikilvæg. Sömuleiðis eru tengslin Banaríkjanna við Ísland og Ísrael mikilvæg.
Voru sammála um hæfi Svanhildar Hólm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. nóvember 2024
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar