4.11.2024 | 07:56
Djúpríkið hrósar ekki sigri Ríki fólksins sigrar
Nú lítur út fyrir að Katrín Jakobsdóttir, hljóti valdameira alþjóðlegt embætti á vegum Djúpríkisins en hún hafði sem forsætisráðherra Íslands. Hún mun ekki aðeins fara gegn almenningi á Íslandi eins og hún hefur gert, heldur einnig gegn borgurum fjölda þjóða.
Þetta blasir við öllum almenningi, en fæstir hafa kjark til að halda uppi andófi.
En það gerir Arnar Þór Jónsson, sem sýndi þá djörfung að benda á athafnir Djúpríkisins í þættinum Spursmál nýlega, enda þótt hann mætti vita að margir erindrekar Djúpríkisins færu á stað til að hæðast að honum, sem reyndar varð.
Stefnuskrá Lýðræðisflokks Arnars Þórs, vill efla Íslenska ríkið til þjónustu við almenning og um leið andæfa uppgangi Djúpríkisins sem vill gera borgarana að þrælum sínum.
Með því að kjósa Lýðræðisflokkinn erum við að velja frelsi og lýðræði, lausn úr fjötrum.
Hinn heimskunni kaþólski erkibiskup Carlo Maria Viganò, fyrrverandi postullegur nuncio í Bandaríkjunum, hefur lýst yfir fullum stuðningi við Donald Trump sem næsta forseta Bandaríkjanna.
Í opnu bréfi ávarpar hann bandaríska kaþólikka og segir: Það er lífsnauðsynleg fyrir okkur að kjósa Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna þann 5. nóvember n. k., annað væri siðferðislega óverjandi. Með því að kjósa Trump sem forseta, munum við fara gegn Djúpríkinu , til verndar komandi kynslóðum, því aðeins Trump mun standa gegn hinu alþjóðlega valdaráni Djúpríkisins. Við sem kristnir menn erum kallaðir til að velja á milli lýðræðis og einræðis, milli frelsis og þrælahalds.
Hefur tröllatrú á Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 4. nóvember 2024
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 288
- Sl. viku: 682
- Frá upphafi: 7704
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar