5.12.2024 | 20:47
Á Þórdís líka í stríði við Ísraels Guð?
Starfandi utanríkisráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir framferði Ísraela óréttlætanlegt og ekki í samræmi við alþjóðarlög, en íslensk stjórnvöld geti takmarkað beitt sér.
Amnesty: Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gaza, samkvæmt skýrslu Amnesty International. Þeir hafi vísvitandi drepið almenna palestínska borgara og gert aðstæður þeirra ólífvænlegar.
Vegna þessara ásakanna lagði David Mencer, talsmaður ísraelska ríkisstjórnarinnar, fram ítarlega skýrslu um hið langvarandi stríð og í því samhengi þau fjölmörgu mannúðarverkefni sem Ísrael stendur fyrir. Hann minntist á þann hörmulega missi Ísraels á 808 föllnum hermönnum, en gladdist yfir hetjulegri björgun hersins á mörgum gíslum, og ítrekaði skuldbindingu Ísraelshers um að koma öllum gíslum heim. Hann harmaði hve lífi margar hermanna og óbreyttra borgara hefur þurft að fórna til að tryggja framtíð Ísraels.
Mencer víkur að nýjustu skýrslu Amnesty International og afhjúpar brenglaðar ásakanir þeirra á hendur Ísrael og útlistar helstu ástæður fyrir því að skýrsluna skortir allan trúverðugleika. Hann sakar Amnesty um að fara ranglega með alþjóðalög. Hann segir Samtökin hunsa vísbendingar um þjóðarmorðsáætlanir Hamas á Ísraelsmönnum. Hann undirstrikar mannúðaraðstoð Ísraelsmanna upp á 1,16 milljónir tonna, sem send hafa verið til Gaza.
Mencer sagði ásakanir Amnesty hættulegar þar sem þær hvetja hryðjuverkasamtök til óhæfuverka og grafa undan alþjóðlegu réttlæti. Hann endar skýrsluna með því að segja frá því að Ísraelsmenn hafi sennilega tekist að koma til Gaza 54.000 tonnum af hjálpargögnum í nóvember, þar á meðtalið matvælum, sjúkragögnum og töldum til óbreyttra borgara. Þrátt fyrir falskar ásakanir leggur hann áherslu á áframhaldandi skuldbindingu Ísraels um að vernda saklaust líf um leið og þeir berjast gegn hryðjuverkum.
Donald Trump, nýkjörinn forseti, varar Hamas við því að ef þeir láta ekki gíslana lausa fyrir þann tíma sem hann verður settur inn í embætti, verður helvíti leyst úr læðingi í Miðausturlöndum, fyrir leiðtogana, sem frömdu þessa glæpi gegn mannkyninu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi í júní inn fyrirspurn á Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hann spurði hvort ríkisstjórnin hafi sent Ísrael samúðarskeyti vegna hryðjuverkaárásar Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael þann 7. október í fyrra. Óskaði hann eftir því að fá upplýsingar um það hvort að skeyti hafi yfir höfuð verið sent, hvenær það hafi verið gert og hvernig það hafi hljóðað. Ekki er vitað til þess að svar hafi borist.
Spyr ráðherra um samúðarskeyti til Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 5. desember 2024
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar