20.8.2024 | 23:06
Eins og Kain drap bróður sinn Abel, er Ísmael ákveðinn í að gera útaf við Ísak bróður sinn.
Það hefur alltaf verið til friðsamleg lausn á átökunum fyrir Botni Miðjarðarhafs.
Hún er einföld. Ef synir Ísaks Abrahamssonar og synir Ísmaels Abrahamssonar komast að bróðurlegu samkomulagi um að lifa saman í friði í landi því sem Guð gaf Abraham föður þeirra. (1. Mós. 15:18-21). Og ef, og þegar, þeir hálfbræðurnir semja um frið sín á milli, mun verða friður í Mið-Austurlöndum og um leið friður í Ísrael.
Þegar við skoðum sögu Ísraelsríkis frá 1948, hafa synir Ísaks ætíð verið fúsir að semja um frið og lifa í friði við bræður sína syni Ísmaels. Synir Ísaks hafa tekið undir friðartilboð aftur og aftur, allan þennan tíma. En í hvert sinn sem friður hefur verið saminn er eins og andi Kains komi yfir son Ísmaels og hann vilji frekar feigan bróður sinn Ísak,en að búa í sátt við hann, líkt og Kain sem drap Abel bróður sinn.
Þegar konungur Jórdaníu, Abdullah I bin Al-Hussein samdi frið við Ísrael 1951 var hann drepinn af launmorðingja íslamista sem engan frið vilja við Ísrael.
Þegar Anwar Sadat forseti Egyptalands samdi frið við Ísrael 1981 var hann einnig drepinn.
Friður hefur aldrei haldist, þótt samið sé aftur og aftur vegna þess að undir kraumar hugmyndafræði Íslams, sem segir að Gyðingar eigi ekki tilverurétt.
Múslímar krefjast þess af sínum sanntrúuðum að finni þeir Gyðing bak við tré eða klett sé þeim skylt að drepa hann. Á þessum trúaratriðum byggist stefn Hamas sem segir Gyðinga hafa engan rétt til að lifa í Ísrael. Þess vegna skal Ísraelsku þjóðinni eytt úr landinu frá Ánni og út í Haf.
Slagorð þeirra er: Frjáls Palestína. Það þýðir í raun: Allir Gyðingar í Ísrael skulu drepnir, fremja skal ÞJÓÐARMORÐ.
Hugsanlega síðasta tækifærið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 20. ágúst 2024
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 125
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar