Ísraelsland þar sem býr Þjóð Gyðinga er hjálpræði þeim sem trúa á Ísraels Guð.

Miðvikudaginn 18. september s.l. samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna með atkvæðagreiðslu ályktun gegn Ísrael, sem sýnir okkur hvílíkt gyðingahatur grasserar í heiminum.

Í ályktuninni er þess krafist að Ísrael "bindi tafarlaust enda á ólöglega veru sína" á hernumdu svæðum Palestínumanna og fari burt innan 12 mánaða.

Öll þessi svæði sem um er rætt, hefur Ísrael hernumið þegar á þá var ráðist. En þeir geta ekki skilað svæðunum vegna öryggis síns. Með því að afhenda svæðin óvinum sínum aftur, gefa þeir færi á sér til nýrra árása.

Ýmsum öðrum svæðum sem Ísrael hefur hertekið hafa þeir reyndar skilað, Sinaiskaga skiluðu þeir aftur til Egypta. En illu heilli, eins og nú hefur komið á daginn, yfirgáfu Ísraelsmenn norðurhluta Gaza-svæðisins sumarið 2005. Ariel Sharon var þá forsætisráðherra Ísraels og vildi sýna friðarviðleitni, sem nú hefur leitt til enn meiri ófriðar.

Alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er því með ályktun sinni í raun að skipa Ísraelsmönnum að leggja niður Ríkið Ísrael.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð sú, að 124 ríki fylgja Antikristi og samþykktu ályktunina og kölluðu þar með yfir sig bölvun Guðs. Og því miður þar á meðal Íslenska ríkið.

Á móti voru 14 ríki: Argentína, Tékkland, Fitji, Ungverjaland, Ísrael, Malaví, Micronesia, Nauru, Palau, Papúa Nýja Guinea, Paraguay, Tonga, Túvalú og Bandaríki Norður-Ameríku.

Hjá sátu 43 ríki.

Ástæða er til að biðja þeim ríkjum sérstakrar blessunar sem greiddu atkvæði gegn þessari fjandsamlegu ályktun Allsherjarþingsins. 

Gleymum ekki að biðja stöðugt fyrir Ísrael.


mbl.is „Að kalla okkur gyðingahatara er náttúrulega bara áróður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2024

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 54
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 390
  • Frá upphafi: 5693

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 275
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband