26.5.2025 | 21:39
Ásthildur Lóa Þórsdóttir velkomin!
Velkomin inn á Alþingi Íslendinga á ný. Ég trúi því að þú komir tvíefld til leiks og munir koma góðum hlutum til leiðar fyrir þjóð þína.
Þú hefur nú orðið fyrir mjög erfiðri reynslu ofsókna, en ég trúi því að það hafi verið prófraun til að gera þig að hæfari þjóni fólksins og þetta hjálpi þér til að sýna ávalt auðmýkt, en líka visku.
Páll postuli sagði við Tímóteus, þegar hann hafði sett hann ungann inn í embætti leiðtoga safnaðarins:
Þess vegna leggjum vér á oss erfiði og þreytum stríð, því að vér höfum fest von vora á lifanda Guði, sem er frelsari allra manna, einkum trúaðra. Bjóð þú þetta og kenn það. Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika.
Ver þú, þangað til ég kem, kostgæfin að lesa úr Ritningunni, áminna og kenna. Vanræktu ekki náðargjöfina þína, sem var gefin þér að tilvísan spámanna og með handayfirlagningu öldunganna. Stunda þetta, ver öll í þessu, til þess að framför þín sé öllum augljós.
Haf gát á sjálfri þér og fræðslunni. Ver stöðug við þetta. Þegar þú gjörir það, muntu bæði gjöra sjálfa þig hólpinn og áheyrendur þína. (1. Tim. 4:10-16).
![]() |
Ásthildur Lóa snýr aftur á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 26. maí 2025
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 131
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar