9.5.2025 | 11:21
Leo XIV, nýr páfi
Nýr páfi hefur sest á páfastól. Þessi nýi páfi var eins og hægri hönd Frans páfa. Síðustu árin sá hann meðal annars um að velja nýja biskupa. Öruggt má telja að hann haldi áfram við þá iðju að gjörbreyta kaþólsku kirkjunni í frjálslyndisanda Frans páfa.
Stefna Frans var að koma á einni alheimstrú, sem muni verða til með því að blanda saman ólíkum trúarbrögðum. Frans páfi sagði margar leiðir liggja til Guðs, þ.e.a.s. í gegnum mörg trúarbrögð, ekki aðeins kristindóm, jafnvel þótt Jesús segist vera eini vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Frans sagði einnig: Allir menn eru góðir innst inni, þótt Jesús segi engan vera góðan nema Guð.
Í sínu nýja hlutverki fóru fyrstu orð hins nýi páfi Leó XIV, í að tala vel um forvera sinn Frans, en hann sagði: Enn hljóma í eyrum okkar hin veika en alltaf hugrakka rödd Frans páfa sem blessaði okkur. Sameinuð, hönd í hönd með Guði, skulum við halda áfram saman, sagði hann við fögnuð mannfjöldans, en hvaða Guði?
Ef menn eru eitt sinn orðnir upplýstir og hafa smakkað hina himnesku gjöf, fengið hlutdeild í heilögum anda og reynt Guðs góða orð og krafta komandi aldar, en hafa síðan fallið frá, þá er ógerlegt að endurnýja þá til afturhvarfs. Þeir eru að krossfesta Guðs son að nýju og smána hann. (Hebr. 6:4-6).
![]() |
Mjög góður maður, mjög hlédrægur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 9. maí 2025
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 21
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 10992
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar