Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. - Gleðileg jól!

Frá því við hófum byggð á okkar fagra Íslandi, fyrir meira en 1100 árum, höfum við Íslendingar verið blessunarlega lausir við stríð. Hverju getum við þakkað það?

Ég þakka það Guðshræðslu og bænum forfeðra minna, ekki mér og minni kynslóð. Hún hefur með fráhvarfi sínu frá Guði komið öllu í óefni í landinu. Ennþá er samt tækifæri til afturhvarfs því langlundargeð Frelsar okkar er mikið.

Guð er kærleikur, Hann elskar okkur þrátt fyrir allar okkar syndir og vill fyrirgefa, en við verðum að taka við fyrirgefningunni, sem gjöf, jólagjöf, Jesú Kristi.

En þolinmæði Hans á sér takmörk. Dómsdagur kemur brátt yfir líf sérhvers manns.

Þennan aðfangadag jóla 24. desember 2023 geysa víða stríð í heiminum. Ekki aðeins í Landinu helga og í Úkraínu. Nei á að minnsta kosti 50 stöðum í heiminum berast menn á banaspjót dag hvern.

Þannig spyr Jakob: Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki. (Jak. 4:1-2).

Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, (Hulda) bað með þessum hætti:

Hver á sér fegra föðurland,

með fjöll og dal og bláan sand,

með norðurljósa bjarmaband

og björk og lind í hlíð?

Með friðsæl býli, ljós og ljóð,

svo langt frá heimsins vígaslóð.

Geym, Drottinn, okkar dýra land

er duna jarðarstríð.

 

Og Hallgrímur Pétursson minnti okkur á gildi bænarinnar með þessum orðum:

Bænin má aldrei bresta þig,

búin er freisting ýmisleg.

Þá líf og sál er lúð og þjáð

lykill er hún að drottins náð.

 

 

Jesús sagði:

Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn. (Jóh. 16:33).

Gleðileg jól!


mbl.is Hundruð gengu í friðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér samskiptin, þrátt fyrir skoðana ágreining.

Gleðileg jól óska ég þér og þínum

Jónatan Karlsson, 24.12.2023 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þökk sömuleiðis Jónatan. Megi Guð gefa þér gleðileg jól og þínu fólki öllu.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.12.2023 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 75
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 415
  • Frá upphafi: 5565

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 297
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband