Gísli B. Arnkelsson kristniboði er kominn heim í Hús föður síns á Himnum.

Gísli B. Arnkelsson fyrrverandi kristniboði og kennari lést 1. apríl, 91 árs að aldri. Blessuð sé minning hans.

Allt líf mitt hef ég átt þess kost að fylgst með Gísla og borið mikla virðingu fyrir honum sem helgum manni, vegna þess hve gefinn Guði hann var. Köllun hans var að boða fagnaðarerindið á vegum Kristniboðssambands Íslands til þjóða sem ekki hafa heyrt fagnaðarerindið um Frelsarann Jesú Krist.

Hann starfaði ásamt fjölskyldu sinni sem kristniboði í Konsó í Eþíópíu á árunum 1961 – 1972, þar sem starf hans færði líf fjölda fólks úr myrkri og inn í Ljósið sem skín frá Frelsaranum Jesú Kristi.

Árið 2015 átti ég þess kost að eiga viðtal við hjón frá Konsó í Eþíópíu, á Sjónvarpsstöðinni OMEGA, en þau eignuðust nýtt líf vegna Íslenska Kristniboðsins. Þau búa nú á Íslandi.

Ekki kynntist ég Gísla mikið persónulega, en einhvern veginn var ég alltaf að rekast á hann á lífsleiðinni. Frá árinu 1953-1958 var ég barn að aldri nemandi í Melaskóla. Hann var þá þar kennari árin 1955-1959. Ég minnist hans þaðan. Á níunda áratugnum leysti ég sóknarprestinn af á Seltjarnarnesi í tvígang, þá var Gísli kennari við Mýrarhúsaskólann. Við hittumst þá m.a. á Litlu jólum skólabarnanna þegar þau heimsóttu kirkjuna.

Fjölskyldu Gísla B. Arnkelssonar votta ég samúð mína. Útför hans fer fram frá Neskirkju mánudaginn 15. apríl kl. 13.


mbl.is Andlát: Gísli B. Arnkelsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8363

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband