Flemtur kom á Pétur sem aldrei áður hafði upplifað slíka veiði

Jesús sagði við Símon:

Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.

Símon svaraði: Meistari, vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin.

Nú gjörðu þeir svo, og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska, en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana, svo að nær voru sokknir.

Þegar Símon Pétur sá þetta, féll hann fyrir kné Jesú og sagði: Far þú frá mér, Herra, því að ég er syndugur maður.

En felmtur kom á hann og alla þá, sem með honum voru, vegna fiskaflans, er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar.

Jesús sagði þá við Símon: Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða. Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu Honum. (Lúk. 5:4-11).


mbl.is „Ég hef aldrei áður upplifað slíka veiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur Örn; sem og aðrir þinna gesta !

Fremur kljent frændi; af hálfu þeirra Símonar,

að stökkva frá óaðgerðum fiskinum - eða hvað sýnist

þjer ?

Hefði ekki þótt stórmannlegt; á vertíðunum heima

á Stokkseyri hjer á árum áður, að fiskmetið hefði

fengið að liggja:: og ýlda þar með, Guðmundur minn.

Sennilega; hafa þeir verið dugmeiri til starfa í

landbúnaðinum í Mið- Austurlöndum, en hvað vinnzlu

sjávarafla snertir forðum:: skv. þessarri tilvitnun

þinni.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.5.2024 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband