Líf Kirkju Krists er háð neyslu Brauðs Lífsins. Verður til fæða í Húsi Guðs?

Nú hafa prestar og sóknarnefndir kirkna kosið sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem Biskup Íslands, konu sem vill fylgja Tíðarandanum og almenningsálitinu, fremur en fylgja Jesú Kristi og Heilögum Anda Guðs.

Guð krefst þess af þeim sem fylgja Kristi að þeir lifi í heilagleika og auðmýkt, það minnist sr. Guðrún Karls ekki á.

Henni hefur verið hælt fyrir duggnað sinn í ýmiskonar félagsþjónustu, en biskupsstarfið er fyrst og fremst hirðisstarf. Það á að snúast um að hald hjörðinni á lífi. Og henni verður einungis haldið á lífi með því að hún sé stöðugt fóðruð á andlegri fæðu, þeirri sem er að finna í Orð Guðs, Biblíunni. Á þetta minnist hinn nýi biskup ekki.

Án þess að heyra stöðugt Orð Guðs, deyja sauðirnir.

“Jesús segir við hann í þriðja sinn: Símon Jóhannesson, elskar þú mig? Pétur hryggðist við, að hann skyldi spyrja hann þriðja sinni: Elskar þú mig? Hann svaraði: Drottinn, þú veist allt. Þú veist, að ég elska þig. Jesús segir við hann: Fóðra þú sauði mína.” (Jóh. 21:17).


mbl.is Vill hafa ungan ráðgjafa sér við hlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birkir Aðalsteinn Traustason

"" hafi sér við hlið unga RÁÐDGJAFA, fólk sem er í tengslum við samtíman og muni ráðleggja biskupi um framtíðina ''   WOW.... semsagt ekki fara eftir ORÐI GUÐS heldur einhverju fólki út í bæ......ekki hissa á þessum orðmælum biskups, enda Lútersk kirkja langt frá því að fylgja Orði Guðs

Birkir Aðalsteinn Traustason, 8.5.2024 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 145
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband