Til hamingju Ísrael! Við stöndum með þér á laugardag. Guð þinn yfirgefur þig ekki.

Það mikil írónía fólgin í því að mótmælendur í Svíþjóð, halda því fram að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð, þegar þeir svara árásaum.

Árás Hamas á Ísrael var enn ein tilraunin til þjóðarmorðs á Gyðingum. Eins og kunnugt er hefur verið reynt að útrýma þeim í þúsundir ára. Nú hefur nýtt vopn verið lagt í hendur Gyðingahataranna, áhangenda Antikrists, við “endanlega lausn gyðingavandmálsins,” (“Die Endlösung der Judenfrage”), það er að fá heiminn til að trú þeim öfugmælum, að Ísrael fremji þjóðarmorð.

"Og Orð Jehóva kom til Jeremía: Hefir þú ekki tekið eftir, hvað þessi lýður talar, er hann segir: Báðum ættkvíslunum, sem Jehóva útvaldi, hefir Guð Hafnað! Og að þeir segja fyrirlitlega um lýð minn (Ísrael), að hann sé ekki þjóð framar í þeirra augum?

Svo segir Jehóva: Ég, sem hefi gjört sáttmála við dag og nótt og sett himni og jörðu föst lög, skyldi ég hafna niðjum Jakobs og Davíðs, þjóns míns? Skyldi ég leiða hjá mér að velja af niðjum hans DROTTNARA yfir ætt Abrahams, Ísaks og Jakobs? Nei, ég mun snúa við högum þeirra og miskunna þeim. (Jer. 33:23-26)."

Þegar okkur verður ljóst, hvílíkt undur það er hvernig Ísraelsmenn hafa staðist allar ofsóknir í hundruð ára, getum við glaðst yfir trúfesti Guðs við Sáttmálaþjóð sína, Ísrael.

Þess vegna erum við líka viss um að Guð mun einnig vera trúfastur við okkur, sem græddir erum við Ísrael, fyrir trú okkar á Messías Ísraels, Jesú Krist.


mbl.is Svíar mótmæla og áhorfendur baula á Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8363

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband