13.5.2024 | 19:56
Við kjósendur erum færir um að greina réttlæti frá ranglæti
Jón Steinar Guðlaugsson fjallar um stigagjöf í nýaflokinni Eruovision sönglagakeppni 11. maí s. l. Jón Steinar hefur sýnt fram á að ef almenningur í þátttökulöndunum, hefði ráðið úrslitum við kosningu sigurlagsins hefði annað lag borið sigur úr bítum.
Það voru hins vegar atkvæði dómnefnda aðildarlandanna sem réðu því hvaða lag vann. Þessar dómnefndir höfðu verið valdar af valdaelítum landanna.
Nú veljum við, almenningur á Íslandi, okkur nýjan forseta, án þess að valdaelítan geti beinlínis stjórnað atkvæðagreiðslunni. En hún reynir samt allt hvað af tekur að stjórn því hvernig við greiðum atkvæði.
Valdaelítan vill ekki réttlátan forseta, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Hún vill forseta sem tryggir áframhaldandi rangláta stjórn þeirra.
Takið eftir hvernig skoðanakannanir eru framkvæmdar, þeim er stjórnað af elítunni.
Takið eftir hvernig, og um hvaða frambjóðendur, er helst fjallað af meginstraumsfjölmiðlunum, einnig því er stjórnað af elítunni.
En ég trúi því að þjóðin láti ekki valdaelítuna afvegaleiða sig til að kjósa ranglátan frambjóðanda í embætti Forseta Íslands.
Andstyggð réttlátra er sá sem ranglæti fremur
og andstyggð ranglátra sá sem breytir ráðvandlega. (Ok. 29:27).
Arnar Þór hvergi nærri hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 150
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 140
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.