Valdakerfið hefur engan rétt til að kjósa. Fólk kýs Forseta Íslands.

Ég er mikill trúmaður, trúi bókstaflega Orðum Ritningarinnar, öllu því sem hún segir um frelsara okkar Jesú Krist, það sem Hann sagði og gerði.

En ég heyri oft töluð, og sé skrifuð orð, sem birtast í fjölmiðlum, sem ég trúi alls ekki, vegna þess að þau stríða á móti allri skynsemi, jafnvel þótt sum þeirra séu tilvitnanir í svokallaða sérfræðinga.

Niðurstöðum skoðanakannana, sem Meginstraumsfjölmiðlarnir eru öðru hvoru að birta, hef ég enga trú á að séu réttar, enda hafa þessir miðlar misst trúverðugleika sinn vegna falsfrétta sem þeir flytja okkur stöðugt nú um stundir, flestum er þetta ljóst.

Þess kannanir stangast algjörlega á við “Orðið á götunni” eins og DV myndi orða það. Almenningur á Íslandi lætur ekki Valdaelítuna draga sig á asnaeyrunum með þeim niðurstöðum sem þessar svokölluðu kannanir sýna.

Arnar Þór Jónsson hefur til dæmis örugglega margfalt meira fylgi en niðurstöður kannana Meginstraumsfjölmiðlana sýna.

Þegar skoðaðar eru þær kannanir sem farið hafa fram á Útvarpi Sögu birt 8. apríl og Fréttinni sem gerð var daganna 9.- 16. maí. er Arnar Þór með langmesta fylgið, í báðum tilfellum yfir 50% fylgi.

Hann er einnig sá frambjóðandi sem ég kýs sjálfur og flestir í kring um mig.


mbl.is Frambjóðendur svara: Arnar Þór Jónsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Guðmundur Örn.

Ég tek heilshugar undir með þér. Meginstraums kannanir eru notaðar til að halda aftur af þeim sem þeir vilja ekki sjá og nota þessar "kannanir" til að villa um fyrir fólki.

Ég segi eins og þú, ég styð Arnar Þór Jónsson sem næsta forseta Íslands.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.5.2024 kl. 23:20

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill  og sæll Guðmundur Örn Ragnarsson

Það er ótrúlegt hvernig framkoma sérstaklega Sjálfstæðismanna sem gera ítrekaðar tilraunir að svera mannorð hans fyrir það eitt að hafa skoðun. Tek undir með þér sem þú ritar. Réttlætið mun sigra. Sjálfsagt munu þessir siðspilltu einstaklingar halda áfram við að reyna að breyta hugsun fólks. Einn þeir gleyma einu sem ég vil benda þeim á. Valdið er fólkið.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 21.5.2024 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband