24.8.2024 | 15:58
Reykvíkingi ársins er nú refsað af Reykjavíkurborg fyrir það sama og Borgin verðlaunaði hann fyrir árið 2014
Bræðurnir Gunnar Halldór og Kristján Aðalbjörn Jónassynir hafa rekið hverfaverslunina Kjötborg í meira en hálfa öld, að Ásvallagötu 19. Allan þann tíma hafa þeir litið jafnframt á verslunina sem eins konar félagsmiðstöð, sem hún og er.
Segjast þeir hafa meiri áhuga á samskiptum við fólkið sem verslar við þá, en peningum þess, enda ómögulegt að aflað sér hárra tekna með verslun af þessu tagi.
Embættismenn Borgarinnar komu auga á þessa stórkostlegu þjónustu þeirra bræðra, þegar Reykjavíkurborg valdi Reykvíking ársins 2014, og urðu þeir fyrir valinu.
Nú hins vegar er Kjötborgarbræðrum refsað fyrir að reka verslunina, með Því að leggja á þá himinhá bílastæðagjöld þegar þeir leggja bifreiðum sínum við verslunina, sem þeir komast ekki hjá að gera. Gjöldin eru svo há að bræðurnir telja sig varla geta rekið verslunina áfram haldi Borgin áfram þessum refsiaðgerðum.
Ég hins vegar sem bý í næstu götu við Kjötborg þarf ekki að greiða jafnhá bílastæðagjöld og þeir þurfa að gera.
Hví fara Borgarstjóri og oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna ekki í heimsókn í Kjötborg til að öðlast dýpri skilning á lykilþáttum sjálfbærrar borgarþróunar? Sú ferð gæti samt kosta 1.600 krónur á mann í Bílastæðagjöld.
Ferð til að auka dýpri skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 150
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 140
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.