Sakbitin Þjóð í sárum, syrgir dóttur

Birgir Karl Óskarsson, ég sendi þér og fjölskyldu þinni, mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls dóttur ykkar Bryndísar Klöru. Megi góður Guð veita ykkur huggun.

Það er þakkarvert hve margir sýna ykkur hluttekningu og ganga inn í samfélag sorgar ykkar og þjáningar. Öll þjóðin syrgir.

Ég tek undir þá von þína, Birgir Karl, að missir ykkar við sviplegan dauða Bryndísar Klöru muni framkalla betri veruleika fyrir íslenskt samfélag.

Ráðamenn okkar og Þjóð öll, þarf að taka afturhvarfi og iðras gjörð sinna á mörgum sviðum.
Öll erum við ábyrg fyrir voðaverkum sem eru framin hér daglega á sjúkrastofnunum með drápum ófæddra barna.
Biðjum Guð að fyrirgefa okkur grimmd okkar, og að Hann hjálpi okkur að snúa frá illri breytni.


mbl.is „Bryndís Klara er dóttir mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Sjá, sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir mín fæddi mig.

Sjá, þú hefir þóknun á hreinskilni hið innra, og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku.

Hreinsa mig með ísóp, svo að ég verði hreinn, þvo mig, svo að ég verði hvítari en mjöll.

Lát mig heyra fögnuð og gleði, lát kætast beinin sem þú hefir sundurmarið.

Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum og afmá allar misgjörðir mínar.

Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda.

Varpa mér ei burt frá augliti þínu og tak ekki þinn Heilaga anda frá mér.

Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis.

Styð mig með fúsleiks anda, að ég megi kenna afbrotamönnum vegu þína og syndarar megi hverfa aftur til þín. (Sálmur 51:3-15).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 1.9.2024 kl. 14:53

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta eru falleg orð um þennan mikla harm sem dynur á þjóðinni, til að skapa betra samfélag eftir þennan harm þarf að læra af reynslunni. Hér rekast á menningarheimar og það er betra í lágmarki. 

En ég las um annan harm sem þú hefur þurft að þola á síðu Magnúsar Sigurðssonar og fallegt var ljóð hans. Vil ég einnig eins og hann votta þér samúð vegna þess missis. 

Þar er trúin vernd, þótt hún sé margvísleg hjá fólki.

Ingólfur Sigurðsson, 1.9.2024 kl. 22:48

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þökk fyrir kveðjuna Ingólfur Sigurðsson. Ég met það mikils.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 2.9.2024 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband