Guð vill ekki að þú deyir

Því svo elskaði Guð heiminn (þig), að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver (þú) sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3:16).

Nýr biskup Þjóðkirkjunnar, Guðrún Karls Helgudóttir lagði áherslu á orðið upprisa í ræðu sinni, eftir að hafa verið vígð sem Biskup Íslands 1. september. Hún talaði um upprisu í merkingunni, afturhvarf, endurnýjun, eða nýja betri tilveru.

Kristindómurinn snýst eingöngu um að dauðir muni upp rísa fyrir trú á Jesú Krist.          Fyrir 2000 árum verður Kirkja Krist til vegna þessarar trúar. Þetta er innihald Fagnaðarerindisins sem Jesús kenndi og framkvæmdi.

Það er Guð sem ræður yfir lífi okkar og dauða, þótt svo virðist vera að Djöfullinn geti stigið fram hvenær sem er og tortímt okkur, en hann hefur ekki síðasta orðið.

Jesús segir við hana: Bróðir þinn mun upp rísa. Marta segir: Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi. Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? (Jóh. 11:23-26).

Jesús tók hönd barnsins og sagði: Talíþa kúm! Það þýðir: Stúlka litla, ég segi þér, rís upp! Jafnskjótt reis stúlkan upp og fór að ganga um, en hún var tólf ára. Og menn urðu frá sér numdir af undrun. (Mk. 5:41-42).


mbl.is „Á ekki að gerast í okkar samfélagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband