23.9.2024 | 19:21
Sorg þín ristir djúpt, kona, sem myrt hefir ófætt barn þitt!
Muntu geta fyrirgefið sjálfri þér ódæði? Nei, aldrei án hjálpar frá Guði almáttugum.
Getur barnið sem þú, mamma þess, lést drepa fyrirgefa þér?
Barnið eins og öll börn, elskar þig, mömmu sína, þrátt fyrir allt.
Ef þú biður Guð af öllu hjarta að fyrirgefa þér þessa miklu synd, þá mun Hann gera það. Og Hann mun koma því til leiðar að barnið þitt geri það líka í eilífðinni.
Aðeins þannig getur þú eignast frið í sál þína þann stutta tíma sem þú átt eftir á lifa hér á þessari jörð.
_______________________
Guð, sá sem skapað hefur himinn og jörð, hefur einnig skapað mann í móðulífi þínu, kona, sem ert barnshafandi. Láttu ekki Anda heimsins telja þér trú um að það sé þinn réttur að fyrirfara barninu. Að barnsfæðingin muni færa úr skorðum væntingar þínar og framtíðaráætlanir.
Þú hefur þegar myndað ákveðin tengsl við barnið og það skynjar það ef þú ert að hugleiða að tortíma lífi þess.
Og þetta eru þau orð sem ófætt barnið þitt vill segja við þig: Elsku mamma mín leyfðu mér að lifa!
Þungunarrof eftir heimsleika: Tók mér langan tíma í að syrgja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 11
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 170
- Frá upphafi: 8410
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Guðmundur Örn.
Ég hlustaði á konu eitt sinn sem sagði frá því að móðir hennar hafi verið nauðgað og barn varð til. Kona þessi segir frá því að hún hafi verið barnið sem kom undir. Þegar móðir hennar fór að ganga með barnið voru ættingjar og vinir að hvetja hana til að eyða barninu, en hún gat það ekki, hún fann fyrir barninu innra með sér.
Konan sem segir söguna segir jafnframt að hún hafi lært að fyrirgefa föður sínum sem hún þekkti ekki, en átti hún að gjalds fyrir gjörðir hans.
Þetta er kona sem lætur til sín taka og er lífgefandi þar sem hún er. Ófædd börn má ekki að taka af lífi, slíkar aðgerðir að myrða börn eru ómannúðlegar. Á sama tíma eru mikil ólæti þegar börn deyja þar sem stríð eiga sér stað og það af þeim set eru tilbúnir að deyða ófætt barn.
Ótrúlega sorglegt hvernig fólk getur verið.
Þakka þér fyrir skrif þín Guðmundur Örn.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.9.2024 kl. 20:30
Já hér er prestur sem hefur ekki brugðiðzt skyldum sínum og er trúr.
Ég vil bæta við tveimur sögum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, í RÚV.
Annarsvegar var það fólkið með Downs sem voru dansandi og hamingjusöm. Þau eru oft í fréttum. Síðan kemur einnig í fréttum að mikil herferð er að eyða slíkum fóstrum og er gert mikið af.
Síðan var það unglingsstúlkan sem fæddist aðeins með einn fót, en fékk gervifót og lýsti á RÚV eðlilegu lífi sínu og gleðinni að vera til.
Þetta eru bara tvö dæmi af ótalmörgum. Fjölmörg fóstur af þessu tagi eru látin deyja, og einnig mjög mörg fullkomlega heilbrigð, því það hentar mömmunni betur eða pabbanum kannski bara fyrir eigingirni og starfsframa.
Já, tek undir með Tómasi, góð eru þessi skrif.
Ingólfur Sigurðsson, 23.9.2024 kl. 22:41
Þökk fyrir Tómas og Ingólfur, því að Jesús sagði:
Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér. (Mt. 25:40).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 23.9.2024 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.