Hezbollah og Hamas geta stöðvað stríðið í dag!

„Enginn virðis geta stöðvað Netanjahú“ segir Josep Borrell utanríkismálastjóri Evrópusambandsins.

Honum skjátlast hrapalega, því að alltaf hefur legið fyrir að ef og þegar Hezbollah og Hamas leggja niður vopn og gefast upp fyrir Ísrael, stöðvast stríðið.

Stríðið hófst þegar þessir sömu aðilar hófu það, það var ekki Ísrael eins og 124 ríki innan Sameinuðu þjóðanna reyna að láta í veðri vaka og þar með talið Ísland.


mbl.is Hisbollah staðfesta dauða leiðtogans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hamas og Hezbollah vilja ekki stöðva stríðið. Börn þeirra og konur gjalda fyrir ofsóknir þeirra, ef þeir vildu frið væri löngu búið að ákveða hann. En þrjóska "Palestínumanna" er slík að þeim er sama um ófarir síns eigin fólks. Dauði óbreyttra borgara þeirra er áróðurstól gegn Gyðingum. Hið sorglega er að þeir gera sér ekki grein fyrir endanlegri niðurstöðu er þessu lífi er lokið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.9.2024 kl. 21:17

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þann 24. september s.l. mætti Erdogan, forseti Tyrklands í ræðustól Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann gagnrýndi þar harðlega Sameinuðu þjóðirnar fyrir aðgerðarleysi til hjálpar íbúum Gaza og sakað Ísraelsmenn um að breyta palestínska yfirráðasvæðinu í „stærsta barna og kvennakirkjugarð heims“.

Hann hvatti alþjóðasamfélagið til að stöðva Netanyahu og morðnet hans, og líkti forsætisráðherra Ísraels við Adolf Hitler.

Þetta voru orð hans: Eins og Hitler var stöðvaður af bandalagi þjóða fyrir 70 árum, verður að stöðva Netanyahu og morðnet hans af bandalagi þjóða.

Engu er líkara en að Josep Borrell utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sé með orðum sínum: Enginn virðis geta stöðvað Netanjahú. Að taka undir uppástungu Erdogans um að bandalag þjóða fari af stað og ráðist á Ísrael til að stöðva Netanyahu.

Þessi heimsókn Erdogans á Allsherjarþingið, varð til þess að Netanyahu mætti þangað þremur dögum seinna og gagnrýndi sömuleiðis alþjóðasamfélagið, en með allt öðrum formerkjum.

Spádómar Biblíunnar virðast vera að ganga í uppfyllingu. Skoðið 38. og 39. kafla Ezekíels.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.9.2024 kl. 21:22

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þökk fyrir Tómas Ibsen fyrir að hvika ekki frá stuðningi við Ísraelsþjóðina. 

Elska okkar á Ísraels Guði, er tvinnuð saman við Ísraelsþjóð og Ísraelsland.  

Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.9.2024 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8372

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband