Ísraels Guð er sá sem rétt hefur fyrir sér

Í Miðausturlöndum við botn Miðjarðarhafs býr þjóð sem kennd er við Jakob son Ísaks son Abrahams. Þjóðin er aðeins um það bil 9,4 milljónir manna, en samt hefur þessi þjóð gegnt, og mun halda áfram að gegna mjög mikilvægu hlutverki í sögu heimsins.

Í Biblíunni er talað um Ísraelsmenn sem útvalin lýð Guðs. Margir velta því fyrir sér hvers vegna útvaldi Guð Ísrael til að vera sinn lýð? Hvað er svona sérstakt við Ísrael sem gerir þá öðruvísi en hverja aðra þjóð?

Útvalningin gefur til kynna að Guð hafi kannað allar þjóðir jarðar og sagt: „Þetta er sú þjóð sem ég vel“. En það var ekki þannig. Tilgangur Guðs með Ísrael var, að þeir yrðu þjóð sem myndi hlýða Honum og halda sáttmála Hans. Með því að gera það yrðu þeir fulltrúar Guðs á jörðinni. Ísrael yrði fyrirmynd að þeim lífsháttum sem Guð vildi að allar þjóðir hefðu.

Sáttmálinn sem Guð gerði við Ísrael var skilyrtur, þannig að ef og þegar þeir ákváðu að yfirgefa lögmál Guðs og ganga í óhlýðni, sem þeir gerðu oft, myndu þeir fyrirgera mörgum af þeim blessunum og forréttindum sem Guð hafði sérstaklega fyrir þá. Hins vegar þráði Guð áfram að Þjóðin helgaðist og væri aðgreind fyrir tilgangi Hans.

Niðjatal Ísraelsþjóðarinnar var einnig mjög mikilvæg í augum Guðs, því að Jesús Kristur myndi verða af ætt Abrahams, Ísaks og Jakobs. Þetta er í raun og veru kjarninn í því hvers vegna Guð valdi Ísrael til að vera sína útvöldu þjóð.

Koma Jesú uppfyllti loforð sem Guð gaf Abraham um að allir á þessari jörðu, sem lifa, og munu lifa, eða hafa nokkru sinni lifað, geta notið góðs af, ef þeir vilja við því taka. "...og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta." (1. Mósebók 12:3).

Þetta fyrirheit Guðs sýnir okkur að Guð valdi ekki fyrst og fremst þjóð, hann valdi mann, og byggði upp þjóð af þessum manni. Guð gerði Ísrael að frábærri þjóð til að uppfylla loforð sem Hann gaf Abraham.

Þegar þú hugsar um Ísrael, þjóðina og landið þar sem Ísrael býr, minnstu þess þá, að þegar Guð lofar einhverju mun Hann standa við fyrirheit sitt. Ísraelsmenn voru útvalin þjóð Guðs vegna þess að þeir tákna trúfesti Guðs við Abraham, Ísak og Jakob og sýnir að Hann stendur við Orð sín. „Drottinn sagði við Abram, eftir að Lot hafði skilið við hann: Hef þú upp augu þín, og litast um frá þeim stað, sem þú ert á, til norðurs, suðurs, austurs og vesturs. Því að allt landið, sem þú sér, mun ég gefa þér og niðjum þínum ævinlega.“ (1. Mósebók 13:14-15).


mbl.is Æðstiklerkur: „Palestínumenn höfðu rétt fyrir sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

AMEN já verði svo sem Guð, skapari himins og jarðar, hefur talað út og ritað er í Heilagri Ritningu, Biblíunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.10.2024 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 41
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 179
  • Frá upphafi: 6440

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband