Þjóðirnar hata Ísrael, uppsprettu eigin hjálpræðis, því Hjálpræðið kemur frá Gyðingum.

Nú þessa daga eykst hatur þjóðanna jafnt og þétt á Gyðingum og Ísrael. Þetta hatur á hinni útvöldu þjóð Guðs hefur reyndar alla tíð verið rótgróið í samfélagi þjóðanna. En 7. Október í fyrra hófst árásarstríð Palestínumanna gegn Ísrael, það stríð stendur enn og hafa sex þjóðir lagt árásarþjóðinni lið og halda nú uppi árásum á Ísrael.

Sameiginlegt slagorð árásarmannanna er: Free Palestína.“ Með því eiga þeir við: Útrýmum Ísraelsþjóðinni, níu milljónum Gyðinga.

Í útrýmingarherferð Nazista gegn Gyðingum útrýmdu þeir sex milljónum Gyðinga. Nú stefna árásarþjóðirnar að því að útrýma níu milljónum Ísraelsmanna.

Svo undarlegt er ástandið í heiminum að Alþjóðasamfélagið ásakar Ísraelsmenn stöðugt fyrir að valda dauða fólks, meðal árásarþjóðanna, þegar þeir eru að verjast árásunum. En þetta hatur þjóðanna á Ísrael kom best í ljós þegar 18. september s.l. var samþykkt ályktun á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem krefst þess að Ísrael bindi strax enda á ólöglega veru sína á hernumdu palestínskum svæðum. 124 þjóðir samþykktu ályktunina, þar á meðal Ísland, 14 voru á móti og 43 sátu hjá. Það skal tekið fram að umrædd svæði hertóku Ísraelsmenn þegar á þá var ráðist og þurfa að halda þeim til að vígstaða þeirra rýrni ekki í átökum við óvinaþjóðirnar sem eru allt í kringum þá.

Í Esterarbók Biblíunnar er frásögn sem gerðist um 470 árum fyrir fæðingu Jesú Krists. Hún fjallar um áætlanir þjóða um að útrýma Gyðingum, en þar segir:

„Þrettánda dag tólfta mánaðar, mánaðarins adar, skyldi framfylgja tilskipun og lagaboði konungs. Þann dag höfðu óvinir Gyðinga vænst þess að ná þeim á vald sitt, en það fór á annan veg. Nú kom það í hlut Gyðinga sjálfra að yfirbuga fjandmenn sína. Gyðingar söfnuðust saman í borgum sínum í öllum héruðum konungsríkis Xerxesar til að ráðast gegn hverjum þeim sem reyndi að vinna þeim mein. Enginn gat veitt þeim viðnám enda stóð nú öllum þjóðum ógn af þeim.“ (Ester 9:1-2).

Kristnum mönnum ber að stíga fram til stuðnings Gyðingum og Ísrael með afgerandi hætti, líkt og aðalræðismaður Portúgals í Bordeaux í Frakklandi, Aristides de Sousa Mendes, gerði í annarri viku júnímánaðar 1940, þegar þýski herinn réðst inn í Frakkland. Hann stóð þá frammi fyrir vali: Að hlýða ríkisstjórn lands síns, eins og hann hafði ætíð gert, eða fylgja samvisku sinni, og gera það sem honum var bannað, þ.e.a.s. að bjarga þúsundum Gyðinga frá Frakklandi, undan ofsóknum Nazista, og koma þeim í skjól til Portúgals.

Sem aðalræðismaður Portúgals, hafði hann tök á að hjálpa, en það yrði honum án efa dýrkeypt, því hann myndi með því leggja eigið líf hættu og eyðileggja framtíð fjölskyldu sinnar. Sousa Mendes, bjó í stórri íbúð í Bordeaux með útsýni yfir ána Garonne ásamt eiginkonu sinni og yngstu börnum þeirra, en þau hjón eignuðust saman 15 börn.

Hann var portúgalskur aðalsmaður sem elskaði fjölskyldu sína og unni landi sínu af öllu hjarta og hafði skrifað um það bók sem heitir, „Land drauma og ljóða“.

Þegar Þjóðverjar voru að yfirtaka Frakkland flúði franska ríkisstjórnin frá París og Nazistar settu upp hakakrossfánann við Sigurbogann, þá hröktust þúsundir flóttamanna, mest Gyðingar, suður á bóginn í átt að Íberíuskaga í þeirri von að komast til Portúgals og þaðan á skip sem sigla myndu frá Evrópu.

Flóttafólkið vissi að það þyrfti vegabréfsáritun frá sendiráði Portúgals til að hægt væri að komast í gegnum Spán til Portúgals. Þess vegna kom fólkið til Bordeaux þúsundum saman og stillt sér upp fyrir framan Sendiráðið í von um að fá vegabréfsáritun.

Það olli Sousa Mendes miklu hugarangri að horfa út um glugga sendiráðsins og fylgjast með þjáningum flóttamannanna, sem fjölgaði hratt. Fólkið hafði hins vegar ekki vitneskju um að sjö mánuðum áður hafði hinn einþykki einræðisherra Portúgals, António de Oliveira Salazar, gefið út fyrirskipun sem kölluð var Circular 14, þar sem hann bannaði stjórnarerindrekum sínum að láta flóttamönnum í té vegabréfsáritanir, og lagði þar sérstaka áherslu á að hafna skyldi Gyðingum og Rússum, reyndar öllum, sem átökin höfðu gert ríkisfangslausa.

Þó að Salazar hafi lýst yfir hlutleysi gagnvart stríðsátökunum, var hlutleysi Portúgals í raun afstætt. Þegar herir Nazista ruddust í gegnum Evrópu, vildi Salazar hvorki ögra Hitler né fasistanum Francisco Franco, einræðisherra Spánar.

Þrátt fyrir bann Salazar, bað Sousa Mendes um leyfi frá ríkisstjórninni Lissabon til að gefa út vegabréfsáritanir. Þann 13. júní svaraði utanríkisráðuneytið í Portúgal: „Leyfi til vegabréfsáritana hafnað.“

Sousa Mendes bauð samt einum manni vegabréfsáritun, pólskum rabbína að nafni Chaim Kruger. Honum hafði Sousa Mendes kynnst meðal flóttamannanna. Kruger hafði þjónað Gyðingum í Belgíu þegar stríðið skall á. Nú var hann á flótta undan Nazistum ásamt eiginkonu sinni og fimm ungum börnum þeirra.

Kruger afþakkaði hins vegar vegabréfsáritun fyrir sig einan. „Það er ekki bara ég sem þarf hjálp,“ sagði hann við Sousa Mendes, „heldur allir þeir Gyðingar sem hér eru í lífshættu.“

Sousa Mendes, sem var mjög trúaður kaþólikki, brá við þetta svar rabbínans. Hann tók sér þriggja daga umhugsunarfrest og var á bæn í einrúmi og með konu sinni. Eftir það átti hann samtal við Kruger rabbína og sagði: „Ég hef ákveðið að gefa út vegabréfsáritun til allra sem biðja um það, jafnvel þótt ég missi stöðu mína. Ég verð að hegðað mér eins og kristnum manni sæmir og eins og samviska mín segir mér.“ Sousa Mendes gerði sér full grein fyrir aflleiðingum þeim sem gjörðir hans myndu hafa fyrir hann.

Í júní 1940, opnaði hann dyr Sendiráðsins og byrjaði að undirrita vegabréfsáritanir í þúsundatali. Og þegar hann var byrjaður hætti hann ekki. Hann undirritaði vegabréfsáritanir bókstaflega dag og nótt fyrir flóttamennina.

Þegar svo Aristides de Sousa Mendes var kallaður heim til Portúgals var hann ákærður og hlaut harðan dóm. Hann var sviptur embætti sínu og eftirlaunum og þótt hann væri löglærður var hann sviptur leyfi til að stunda lögfræðistörf. Hann missti allar eigur sínar og lifði eftir það í sárri fátækt og upp á ölmusur kominn til dauðadags, en hann lést árið 1954.

Aristides de Sousa Mendes bjargaði lífi um það bil 30.000 manna.

Í lok síðari heimstyrjaldarinnar, sem endaði með sigri herafla bandamanna, tók Salazar einræðisherra Portúgals á móti alþjóðlegri viðurkenningu fyrir að hafa tekið á móti flóttafólkinu. Sögubækur Portúgals voru ritaðar í samræmi við það, án þess að nafn Aristides de Sousa Mendes kæmi nokkursstaðar fram.

En nú hefur loks orðið á því breyting. Við hátíðlega athöfn, 19. júlí 2024 var Casa do Passal opnað almenningi. Þetta er húsið sem var heimili Aristides de Sousa Mendes. En stofnun, sem ber nafnið Fundação Aristides de Sousa Mendes, tók til starfa árið 2000, keypti húsið og hefur nú lokið við að gera það upp.


mbl.is Sprengjudróni hæfði heimili forsætisráðherrans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 25
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 6714

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband