8.11.2024 | 22:41
Donald Trump mun á EINUM DEGI stöðva stríð!
Kjör Donalds Trumps sem Bandaríkjaforseta 5. nóvember s. l. var yfirnáttúrulegt, óhugsandi, án þess að Guð almáttugur hafi stjórnað því.
Þegar við skoðum Heilaga ritningu getum við séð að hún segir okkur að Guð útvelji menn. Hér er ritning sem við getum túlkað sem val Guðs á Donald Trump:
HVER hefir vakið upp manninn í austrinu, sem RÉTTLÆTIÐ kveður til fylgdar? HVER leggur þjóðir undir vald hans og lætur hann drottna yfir konungum? HVER gjörir sverð þeirra að moldarryki og boga þeirra sem fjúkandi hálmleggi, svo að hann veitir þeim eftirför og fer ÓSÆRÐUR þann veg, er hann aldrei hefir stigið á fæti sínum? HVER hefir gjört það og framkvæmt?
Hann sem kallaði fram kynþáttu mannanna í öndverðu. ÉG, Drottinn. (Jes. 41:2-4).
Gæti verið að Donald Trump hafi fengið Orð frá Guði, þegar hann fullyrti aftur og aftur í kosningabaráttunni, að hann myndi útkljá stríðið milli Rússlands og Úkraínu á EINUM DEGI, ef hann yrði kjörinn forseti á nýjan leik?
Í ljósi þess sem við höfum séð Trump framkvæma á undanförnum árum, trúi ég því að hann geti þetta og geri með Guð hjálp.
Ákærður fyrir samsæri um að myrða Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 10
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 8206
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 361
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn Bjarnason sem fjallar um Donald Trump í pistli sínum í dag og segir þar m.a.:
Enginn veit hvaða áhrif sigur Trumps hefur á stríðin í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Í báðum tilvikum eru vonir um friðsamlega niðurstöðu. Það er hins vegar þrautin þyngri að sættast á hana. Standi Trump að baki Úkraínumönnum annars vegar og Ísraelum hins vegar leggur hann lýðræðisöflum lið. Bregðist hann trausti þessara vinaþjóða Bandaríkjamanna stofnar hann til enn víðtækari vandræða en nú er við að glíma. - Svo mörg voru þau orð Björns um stríð í Úkraínu og stríð í Ísrael.
Við vitum öll að sigur Trumps mun hafa mikil áhrif á stríðin sem Björn nefnir. Bandaríkjamenn hafa treyst Trump fyrir fjöreggi sínu. Hann hefur lofað að setja Bandaríkin í fyrsta sæti í samskiptum við aðrar þjóðir. Þess vegna mun hann stöðva stríðið í Úkraínu og í Ísrael vegna Bandarískra hagsmuna, án tillits til ýtrustu væntinga þessara þjóða. Hugtökin lýðræði og einræði mun engin áhrif hafa á ákvarðanatökur hans. Réttlæti mun hann samt hafa að leiðarljósi.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 9.11.2024 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning