Himnaríki læst fyrir grunnskólabörnum!

Jesús sagði: "Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér læsið himnaríki fyrir mönnum. Sjálfir gangið þér ekki þar inn, og þeim, sem inn vilja ganga, leyfið þér eigi inn að komast. (Mt. 23:13).

Kristinfræðikennsla bönnuð í grunnskólum, var fyrirsögn greinar á vef Útvarps Sögu í dag, 26. nóvember 2024, ritað af ritstjórn.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu ræddi í þættinum meðal annars um stöðu kristinfræði í skólum eins og hún var áður fyrr.

Arnþrúður hóf umræðuna á því að rifja upp að á árinu 2008, skömmu fyrir bankahrunið, hafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þáverandi menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins staðið fyrir lagabreytingu sem bannaði Kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins.

Hún spurði Ásmund Einar af hverju hann hefði látið það viðgangast að sérstök kennsla í kristinfræði hafi verið lögð til hliðar.

Ásmundur svaraði því til að samfélagið væri að breytast og skólastarf þyrfti að laga sig að fjölbreytni sem eðlilega fylgir fjölmenningar samfélagi. Hann sagðist þó vera meðvitaður um mikilvægi þess að halda í menningararfinn.


mbl.is Ásmundur: Styð að við bætum kjör og aðbúnað kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Menningararfurinn sem Ásmundur Einar vitnar í fær ekki staðist án aðkomu Kristinfræðinnar og Biblíusögurnar. Menn geta talið sig bláa um menningararf og haldið því fram að hann viðhaldist án trúar á Jesú Krist, krossfestan dáinn og upprisinn, og orðs Ritningarinnar sem er okkar leiðarvísir til réttlætis.

Guð forði okkur frá slíkum stjórnmálamönnum á Alþingi okkar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2024 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 10586

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 407
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband