Þeir myrða jólabarnið Jesú - Katrín Jakobsdóttir vill ekki huggast láta

Þær samflokkskonur Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru einhuga um að veita leyfi, með lögum til drápa á börnum í móðurkviði allt fram að 22. viku meðgöngu vorið 2019.

Katrín grætur ekki börnin sem nú eru drepin daglega í móðurkvið, heldur syrgir dauða flokksins sem var einhuga með henni um að leyfa barnadrápin.

Heródes sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri, en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.

Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:

Rödd heyrist í Rama,

harmakvein, beiskur grátur.

Rakel grætur börnin sín,

hún vill ekki huggast láta,

því að þau eru ekki framar lífs.

(Mt. 2:16-18).


mbl.is Katrín: „Ég upplifði bara raunverulega sorg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gott af þér að vekja athygli á þessu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem veldur því að ég tel mig enn kristinn að nokkru leyti. Það eru frábærar línur í ljóðinu "Útburðurinn" eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, en þessi fullmótuðu fóstur sem eru deydd eru vissulega útburðir okkar tíma: "Ég var svanur en heiðingjans hönd dró hálsinn minn hvíta út lið. Ég er barnið sem borið var út sem var bannfært í móðurkvið", segir í merkilegu ljóði þjóðskáldsins okkar sem engann lætur ósnortinn.

Ég horfði á bæði viðtölin við hana, á Stöð 2 og RÚV. Áberandi var að hún vildi lítið taka afstöðu, og þar með helzt ekki bera ábyrgð á verkum sínum eða fortíð, en þóttist stolt af þessum lagabreytingum eins og öðrum, sem sýndi ekki þroskamerki hjá henni.

Eins og þú hefur sjálfur vel bloggað um, Eva Biblíunnar, sú sem byrjaði syndafallið, stendur á bakvið femínismann. Það er húmanisminn, mannlegur máttur er upphafinn, Guð gleymist eða er hunzaður af þessu fólki, og eiginlega öll máttarvöld nema mannlegur máttur.

En nútíminn sýnir að Guð talar og breytir mannkynssögunni og er enn til. Til dæmis kosning Donalds Trump, eða kosningarnar á Íslandi í nóvember. 

Já, þínar blogggreinar geyma ýmislegt sem ekki kemur fram hjá öðrum. Það er mikilvægt.

Ingólfur Sigurðsson, 13.12.2024 kl. 07:38

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þakka þér athugasemdina Ingólfur Sigurðsson.

Þrátt fyrir allt það tjón sem Katrín hefur valdið Þjóðinni, er hún ekki vonlaus. Enginn er vonlaus.

Allan þann tíma sem hún var forsætisráðherra, bað ég fyrir henni, oftast daglega. Og enn biðjum við fyrir Katrínu Jakobsdóttur, að hún geri iðrun, játi syndir sínar og taki við fyrirgefningu Guðs og náðargjöf Hans sem er Jesús Kristur, Jólabarnið.

Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti. (1. Tím. 2:14-15).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 13.12.2024 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 445
  • Frá upphafi: 10585

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 406
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband