Nú vilja menn að draumaforsetinn Donald Trump sitji í a.m.k. 8 ár.

Þingmaðurinn Andy Ogles frá Tennessee hefur kynnt að hann muni leggja fram ályktun um að breyta svokallaðri 22. Breytingu Stjórnarskrár Bandaríkjanna, á þann veg að hún gerir sitjandi Bandaríkjaforseta kleift að sitja þrjú kjörtímabil.

Ogles heldur því fram að áframhaldandi forysta Donalds Trumps sé nauðsynleg til að snúa við efnahagslegri og pólitískri hnignun undir fyrri ríkisstjórn og hvetur til að Trump fái tækifæri til að geta setið lengri tíma en fjögur ár í embætti.

Breyting á Bandarísku Stjórnarskránni er hins vegar ekkert smá mál og til að ályktun Ogles nái fram að ganga þarf tvo þriðju hluta atkvæða bæði í Fulltrúadeild og Öldungadeild Þingsins og þar að auki staðfestingu 38 ríkja.


mbl.is Fréttaskýring: Við lifum á merkilegum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 10673

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband