Trump saknar Sendiherra Rússa og það gerum við Íslendingar

Guðleysi manna í þessari veröld hefur nú gengið lengra en var í Sódómu. Þess vegna hefur Almættið sett Donald Trump til valda sem forseta Bandaríkjanna til að gera lokatilraun til siðbótar. Mistakist hún, bíða okkar ragnarök í líkingu við eyðingu Sódómu.

Í frábærri innsetningarræðu sinni í janúar s.l., sagði Trump það ekki einungis hafa verið hin Bandaríska þjóð sem hafi kosið hann sem forseta, heldur hafi Almáttugur Guð útvalið hann í þetta embætti. Guð ætli honum að þjóna stóru hlutverki fyrir þjóð sína og heiminn allan, einkum Ísrael. Þess vegna tókst óvinum hans hvorki að losna við hann, með stöðugum ákærum og málssóknum, né að ráða hann af dögum. Hann er undir smurningu, verndarvæng, Almættisins.

Djöflinum mistókst því að stöðva hann.

Donald Trump er nú valdamesti maður sem nokkru sinni hefur setið á “konungsstóli” á jörðinni. Hann gaf þau fyrirheit fyrir valdatöku sína að hann myndi koma því til leiðar að stríðið í Úkraínu stöðvaðist.

Og nú hefur fyrsti fundur sendinefnda Rússlands og Bandaríkjanna um endalok stríðsins í Úkraínu farið fram. Það gerðist í Sádi-Arabíu í gær, þar sem utanríkisráðherrar þessarar risavelda hittust.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þakkar ný viðteknum Bandaríkjaforseta að friðarviðræður skuli vera hafnar og segir hann einan hafa getað komið þessu til leiðar.

Að loknum þessum fyrsta fundi utanríkisráðherranna tveggja urðu þeir sammála um að setja á fót samninganefndir til að leiða áfram friðarviðræður um endalok stríðsins í Úkraínu. Brýnast væri þó að skipa sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum og sömuleiðis sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi og bæta svo öll samskipti ríkjanna.

Þann 14. febrúar s.l. hvatti hinn ungi J. D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna okkur Evrópubúa til að gera iðrun og taka u-beygju frá okkar vegvillu og kolröngu stefnu og feta í fótspor Bandaríkjamanna.

Við Íslendingar skulum því fylgja þessu fordæmi m. a. með sendiherraskiptum við Rússland og endurnýja vináttu okkar við þá sem við slitum fyrir þremur árum. Um leið eignumst við enn betri samskipti við Bandaríkin.


mbl.is Skipa hópa til að semja um endalok stríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband