Ísrael er fórnarlambið

Steinunn Björnsdóttir fyrirliði:

„Við gerum okkur samt grein fyrir því hver eru fórnarlömbin í þessum aðstæðum.

Ég vil ekki kvarta of mikið. Maður skilur reiðina og maður skilur að hún verði að beinast eitthvert. Einhverjir vilja beina henni að okkur. Við vitum hvar þessi gagnrýni á heima.

Við erum mjög glaðar að þetta sé búið.“

Er þetta búið, erum við laus allra mála?

 

„Því að páskalambi okkar er slátrað (fórnað), sem er (Ísrael) Kristur.

Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi eða súrdeigi illsku og vonsku heldur með ósýrðum brauðum hreinleikans og sannleikans.“ (1. Kór. 5:7-8).

Svo segir Guð við Ísrael:

„Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði, skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað, og minn friðarsáttmáli ekki raskast, segir miskunnari þinn, Drottinn.

Engin vopn, sem smíðuð verða móti þér, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til málaferla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna Drottins og það réttlæti, er þeir fá hjá mér segir Drottinn.“ (Jes. 54:10;17).

Ísrael, Jesú Kristi, verður ekki lengur fórnað. Sá tími náðar sem Guð gaf þjóðunum er í þann veginn að líða undir lok. Eftir það er of seint að iðrast.

Náðartími Ísraelsmanna er að hefjast, þeirra tækifæri er að koma til að iðrast og taka við Jesú sem frelsara sínum.

Eyðing heimbyggðarinnar fer brátt í hönd og mun þá Konungur Gyðing, Jesús Kristur birtast, setjast í hásæti sitt í Jerúsalem og taka völdin, ekki aðeins í Mið-Austurlöndum, heldur í heiminum öllum.


mbl.is Gerum okkur grein fyrir hver fórnarlömbin eru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sautján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 73
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 471
  • Frá upphafi: 10500

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 424
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband