18.4.2025 | 11:39
Sjáið þar konung yðar! Á ég að krossfesta konung Ísraels?
Þá segir Pílatus við hann: Þú ert þá konungur?
Jesús svaraði: Rétt segir þú. Ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er af sannleikanum, heyrir mína rödd. (Jóh. 18:37).
Þá var aðfangadagur páska, um hádegi. Hann sagði við Gyðinga: Sjáið þar konung yðar! Þá æptu þeir: Burt með hann! Burt með hann! Krossfestu hann! Pílatus segir við þá: Á ég að krossfesta konung yðar? (Jóh. 19:14-15).
Sömuleiðis gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og sögðu hver við annan: Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Stígi nú Kristur, konungur Ísraels, niður af krossinum, svo að vér getum séð og trúað. Einnig smánuðu hann þeir, sem með honum voru krossfestir. (Mk. 15:31-32).
Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég.
Minnstu þess, Jakob, og þú Ísrael, því að þú ert þjónn minn. Ég hefi skapað þig til að vera þjón minn, þú Ísrael, munt mér aldrei úr minni líða! Ég hefi feykt burt misgjörðum þínum eins og þoku og syndum þínum eins og skýi. Hverf aftur til mín, því að ég frelsa þig.
Fagnið, þér himnar, því að Drottinn hefir því til vegar komið, látið gleðilátum, þér undirdjúp jarðarinnar. Hefjið fagnaðarsöng, þér fjöll, skógurinn og öll tré, sem í honum eru, því að Drottinn frelsar Jakob og sýnir vegsemd sína á Ísrael. (Jes. 44:6; 21-23).
![]() |
Loftárás gerð á Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 206
- Frá upphafi: 10633
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning