5.4.2024 | 20:18
Þegar ÞAÐ verður munu Guð skipta um skoðun og styðja Katrínu.
Nú hefur Katrín Jakobsdóttir skipt yfir, frá því að vera höfuð Ríkisstjórnar Íslenska lýðveldisins, og gerst frambjóðandi til embættis Forseta lýðveldisins.
Ég fagna því að hún hættir, því þjónusta hennar var í raun við ríki myrkursins, en ekki við Íslenska ríkið og þjóðina.
Þegar við biðjum Faðir vorið, þá biðjum við að Ríki Guðs komi til okkar og vilji Hans verði á Jörðu eins og hann er á Himnum. Ég hef beðið Guð lengi um að opna augu Katrínar Jakobsdóttur svo að hún sjái Ljósið og taki við hjálpræðinu í frelsaranum Jesú Kristi, og að hún taki afturhvarfi og yfirgefi ríki myrkurs og dauða, og gangi Ríki Ljóss og Friðar á hönd.
Þegar ÞAÐ verður munu Guð skipta um skoðun og styðja Katrínu.
![]() |
Meðmælendur geta skipt um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2024 | 20:55
Hera Björk Þórhallsdóttir hlýtur blessun Ísraels Guðs
Hera Björk Þórhallsdóttir hafði þá djörfung að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels þegar hún var innt eftir henni af Ísraelska Eurovision-miðilinum Euromix í gær, enda þótt henni mætti vera ljóst að RÉTT-TRÚNAÐARLIÐIÐ, GÓÐA-FÓLKIÐ, hérna heima tæki hreinskilni hennar óstinnt upp, sem og komið hefur á daginn.
Hún sagði nákvæmlega það sem henni finnst um lag Ísraelsmanna í viðtalinu, að hún væri hrifin af framlagi þeirra, laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s.
Hera notaði tækifærið til að þakka Ísraelskum Eurovision stuðningsmönnum sínum um leið og hún óskaði þeim velfarnaðar. Með þessu hefur Hera blessað Ísrael, (þó ekki endilega allt sem þeir gera), en Guð Ísraels hefur lofað að blessa þá sem blessa Ísrael.
Sú blessun kemur til baka til Heru í keppninni sem er framundan. Takið eftir.
![]() |
Hera Björk elskar framlag Ísraelsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2024 | 22:21
Arnar þór Jónsson - já hann!
Í pistil á blog.is, gerði hann orð séra Sigurbjörns Einarssonar biskups, að sínum, er hann spurði:
Hvað skortir íslensku þjóðina mest? Þú veist það svo vel. Það er meira af heilskyggni, fleiri slíkir menn. Viltu ekki að þínum hluta bæta úr þeim skorti?
Við, ég og þú, getum bætt úr þeim skoti með því að velja í stöðu Forseta Íslands slíkan mann. Mann sem felur Jesú Kristi líf þjóðar sinnar. Arnar Þór Jónsson er slíkur, virðist sérhannaður af Guði skapara sínum, til að gegna embætti Forseta.
Hann treystir handleiðslu Guðs í því sem hann gerir. Enda hefur Guð gefið honum innsæi og djúpa þekkingu á þörfum Íslensku þjóðarinnar, þeirrar sem hann ann.
Þess vegna móttekur Arnar Þór orðin þessi frá Guði sínum:
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður (Íslendingar) segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
Þá munuð þér ákalla mig og fara og biðja til mín, og ég mun bænheyra yður. Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta. (Jer. 29:11-13).
Gleðilega páska, því Jesús er upp risinn!
![]() |
Mun greina frá ákvörðun sinni á þriðjudaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2024 | 18:36
Dánaraðstoð fer nú fram við Íslensku þjóðina
Dánaraðstoð fer nú fram við Íslensku þjóðina, af henni óforspurðri.
Þrátt fyrir þjáningar sem hún nú gengur í gegn um, vill hún ekki deyja og þarf ekki að deyja, eins og svo margir ætla henni nú.
Þeim sem hún treysti og fól leiðsögn, keppast nú við, hver sem betur getur, að útrýma þjóðinni, jafnvel margir þeir sem nú eru að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins eru óvinir þess.
Guðmundur Böðvarsson orti:
Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey
enda skaltu börnum þínum kenna fræði mín,
sögðu mér það álfarnir í Suðurey,
sögðu mér það dvergarnir í Norðurey,
sögðu mér það gullinmura og gleym-mér-ei
og gleymdu því ei
að hefnist þeim er svíkur sína huldumey,
honum verður erfiður dauðinn.
![]() |
Segja baráttu Baldurs mun faglegri en Höllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.12.2023 | 19:51
Áfangasigur Donalds Trump í dag.
Hæstiréttur Michigan færði Donald Trump áfangasigur í dag með því að ákveða að halda honum á kjörseðli í forsetakosningunum 2024.
Úrskurðurinn í Michigan stangast á við niðurstöðu Hæstaréttar Colorado í síðustu viku, sem gerði forsetann fyrrverandi vanhæfan til að gegna embætti forseta og fjarlægði hann úr prófkjörinu í Colorado. Það héldu 4 af 7 dómurum því fram að hann tengdist árásinni á Þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021.
Hins vegar hafa sumir sérfræðingar gefið til kynna að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni hnekkja þeim úrskurði, þar sem Trump hefur ekki verið ákærður fyrir hvorki þá uppreisn né nokkra uppreisn í annarri lögsögu.
![]() |
Trump má ekki bjóða sig fram í Colorado |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2023 | 18:19
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir veit hvað til FRIÐAR heyrir í heimi þar sem duana jarðarstíð.
FRIÐARFERLI er ekki flókið, heldur sáraeinfalt. En það er hulið sjónum flestra manna, en ekki Aðalbjargar. Ef heimurinn léti leiðast af sama Anda og hún gerir væru hvergi stríð.
Í stað þess að heimta og taka, gaf hún gjöf. Jólagjöf Aðalbjargar Óskar Sigmundsdóttur til Vopnfirðinga var að búa til skautasvell rétt fyrir jól, með góðra manna hjálp.
Á Þorláksmessu voru við með smá viðburð og buðum upp á kaffi, jólaglögg, smákökur og vorum búin að fá skauta frá skautahöllinni á Akureyri þannig að við gátum leyft öllum að prófa, segir Aðalbjörg.
Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. (Róm. 12:2).
Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og FRIÐUR Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. Þetta, sem þér hafið bæði lært og numið, heyrt og séð til mín, það skuluð þér gjöra. Og Guð FRIÐARINS mun vera með yður. (Fil. 4:4-9).
![]() |
Bjuggu til skautasvell með brunaslöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2023 | 01:13
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. - Gleðileg jól!
Frá því við hófum byggð á okkar fagra Íslandi, fyrir meira en 1100 árum, höfum við Íslendingar verið blessunarlega lausir við stríð. Hverju getum við þakkað það?
Ég þakka það Guðshræðslu og bænum forfeðra minna, ekki mér og minni kynslóð. Hún hefur með fráhvarfi sínu frá Guði komið öllu í óefni í landinu. Ennþá er samt tækifæri til afturhvarfs því langlundargeð Frelsar okkar er mikið.
Guð er kærleikur, Hann elskar okkur þrátt fyrir allar okkar syndir og vill fyrirgefa, en við verðum að taka við fyrirgefningunni, sem gjöf, jólagjöf, Jesú Kristi.
En þolinmæði Hans á sér takmörk. Dómsdagur kemur brátt yfir líf sérhvers manns.
Þennan aðfangadag jóla 24. desember 2023 geysa víða stríð í heiminum. Ekki aðeins í Landinu helga og í Úkraínu. Nei á að minnsta kosti 50 stöðum í heiminum berast menn á banaspjót dag hvern.
Þannig spyr Jakob: Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki. (Jak. 4:1-2).
Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, (Hulda) bað með þessum hætti:
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, Drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Og Hallgrímur Pétursson minnti okkur á gildi bænarinnar með þessum orðum:
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að drottins náð.
Jesús sagði:
Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn. (Jóh. 16:33).
Gleðileg jól!
![]() |
Hundruð gengu í friðargöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2023 | 21:36
Afneita Valur og KFUM skapara sínum jólin 2023?
Valur og KFUM eru þessa daga í stríði gegn skapara sínum sr. Friðrik Friðrikssyni.
Félögin virðast elta Tíðarandann, (Guð þessarar aldar), og láta leiðast af neikvæðum orðrómi um sr. Friðrik án þess að hafa í höndum sannanir gegn honum.
Þetta hefur orðið til þess að nú eru tvær styttur fjarlægðar af prestinum, ein við höfuðstövar KFUM við Lækjargötu og önnur við Hlíðarenda á lóð Vals.
Þetta verður þessum báðum félögunum til falls geri þau ekki iðrun.
Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt, munu þeir líka varðveita yðar. (Jóh. 15:20).
Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau. En lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma. Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10:13-16).
Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá Sannleikanum og hverfa að ævintýrum. (2. Tim. 4:3-4).
![]() |
Vilja svipta sr. Friðrik nafnbót heiðursborgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2023 | 20:45
Ísrael úthellir enn einu sinni saklausu blóði.
Þegar hermenn Ísraelshers drápu í gær þrjá bræður sína í misgripum fyrir Hamasmenn, minnir það okkur á að sjálfur frelsarinn, Jesús var framseldur í dauðann af bræðrum sínum Ísraelsmönnum.
Það voru mistök, en þau mistök verða heiminum til hjálpræðis.
Jesús Messías Ísraels kemur brátt aftur upprisinn til að taka völdin í Jerúsalem og heiminum öllum. Þá mun Ísrael taka á móti Honum sem konungi með orðunum: Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins.
Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður, sem Guð sannaði yður með kraftaverkum, undrum og táknum, er Guð lét hann gjöra meðal yðar, eins og þér sjálfir vitið. Hann var framseldur að fyrirhuguðu ráði Guðs og fyrirvitund, og þér létuð heiðna menn negla hann á kross og tókuð hann af lífi. En Guð leysti hann úr nauðum dauðans og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið, að dauðinn fengi haldið honum, Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi. (Post. 2:22-24,36).
Við Íslendingar úthellum daglega blóði saklausra ófæddra barna okkar að yfirlögðu ráði, en ekki fyrir mistök.
![]() |
Gíslarnir báru hvíta fána er þeir voru drepnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2023 | 00:01
Ísland lét glepjast
Leiðtogar fólksins á Ganaströndinni vilja fyrir alla muni að stríðið haldi áfram.
Ef þeir óskuðu eftir að átökunum linnti, legðu þeir niður vopn, gæfust upp eins og þeir gátu gert strax þegar Ísraelsmenn lögðu til atlögu við þá, ekki að ástæðulausu.
Hví kjósa þeir ekki uppgjöf?
Þeir VILJA að Ísraelsmenn drepi sem flesta af samlöndum þeirra Allha til dýrðar. Þess vegna stilla þeir sínu fólki upp fyrir framan byssukjaftana í stað þess hjálpa fólkinu að leita skjóls.
Þannig tekst þeim að vekja þeir hatur umheimsins gegn Ísrael í stað þess að þjóðirnar ættu að snúast gegn þeim og hjálpa Ísrael að draga Hamas til ábyrgðar.
Ísland lét glepjast.
Fyrir Ísrael getur ekkert hlé orðið á átökunum fyrr en gengið hafur verið milli bols og höfuðs á Hamas.
![]() |
Yfirgnæfandi meirihluti kaus með vopnahléi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 120
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar