Dánaraðstoð fer nú fram við Íslensku þjóðina

Dánaraðstoð fer nú fram við Íslensku þjóðina, af henni óforspurðri.

Þrátt fyrir þjáningar sem hún nú gengur í gegn um, vill hún ekki deyja og þarf ekki að deyja, eins og svo margir ætla henni nú.

Þeim sem hún treysti og fól leiðsögn, keppast nú við, hver sem betur getur, að útrýma þjóðinni, jafnvel margir þeir sem nú eru að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins eru óvinir þess.

Guðmundur Böðvarsson orti:

Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey

enda skaltu börnum þínum kenna fræði mín,

sögðu mér það álfarnir í Suðurey,

sögðu mér það dvergarnir í Norðurey,

sögðu mér það gullinmura og gleym-mér-ei

og gleymdu því ei

að hefnist þeim er svíkur sína huldumey,

honum verður erfiður dauðinn.


mbl.is Segja baráttu Baldurs mun faglegri en Höllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðmundur Örn.

Já, þessi kveðskapur á vel við um ástandið hér á Íslandi og dökkar horfur hér sem víðar.

Að svo komnu máli vildi ég helst að þeir Arnar Þór og Ástþór berðust um hnossið.

Jónatan Karlsson, 24.3.2024 kl. 07:29

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vel orðaður pistill Guðmundur Örn, -og vel ort hjá nafna þínum.

Magnús Sigurðsson, 24.3.2024 kl. 08:02

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Sammála þér Jónatan um Arnar Þór Jónsson. Ég held að hann sé langbesta forsetaefnið sem við höfum í framboði. Ég vil ekkert segja um Ástþór.

Þökk fyrir Magnús Sigurðsson.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.3.2024 kl. 10:09

4 Smámynd: Landfari

Því miður er aðeis of mikið til þessum orðum  þínum Guðmundur.

Hitt finnst mér nokkuð ljóst að það eru þeir tveir sem Jónatan nefnir sem eru í framboði af hugsjón. Það virðist sem flestum hinna þyki þetta fyrst og fremst ábatasöm virðingarstaða sem líkleg er til að opna þeim dyr síðar á ferlinum. 

Það sem við þurfum öðru fremur í stól forseta er manneskja sem ber meiri virðingu fyrir þjóð sinni en alþingi ef svo  má að orði komast. Einstaklingur sem alþingi veit að mun ekki hika við að vísa óvönduðum frumvörpum til þjóðaratkvæðis. Það virðsit eina leiðin til að kalla fram vandaðri vinnubrögð á alþingi. Það er augljóst að bara vitneskjan um þjóðaratkvæðamöguleikinn leiðir til betur ígrundaðra lagafrumvarpa sem svo aftur leiðir til þess að hægt sé að bera meiri virðingu fyrir alþingi.

Af þeim sem þegar hafa kynnt framboð er Arnari Þór best treystandi til að veita Alþingi þetta aðhald.

Landfari, 24.3.2024 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 792
  • Frá upphafi: 3363

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband