Biblían er í mínu hjarta og huga besta bók sem til er. Hún er Orð Guðs.

Hver er tilgangur Morgunblaðsins með því að gera það að frétt að skoski leikarinn Brian Cox, sem í myrkri gengur, segi að Biblían sé í hans huga ein versta bók sem til er?

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, að Biblían er Orð Guðs, Orð lífsins, Ljós heimsins.

Jóhannesarguðspjall hefst á þessum Orðum: “Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir Hann, án Hans varð ekki neitt, sem til er. Í Honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. … En öllum þeim, sem tóku við Honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn Hans (Jesú). Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði getnir. Og Orðið varð hold, Hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð Hans, dýrð, sem sonurinn eingetni á frá föðurnum.”

Í Jóhannesarguðspjalli 8. kafla segir Jesús: ”Ef þér eruð stöðugir í Orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.”


mbl.is „Biblían er í mínum huga ein versta bók sem til er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2024

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 345
  • Frá upphafi: 3455

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 286
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband