Færsluflokkur: Bloggar
20.12.2023 | 21:36
Afneita Valur og KFUM skapara sínum jólin 2023?
Valur og KFUM eru þessa daga í stríði gegn skapara sínum sr. Friðrik Friðrikssyni.
Félögin virðast elta Tíðarandann, (Guð þessarar aldar), og láta leiðast af neikvæðum orðrómi um sr. Friðrik án þess að hafa í höndum sannanir gegn honum.
Þetta hefur orðið til þess að nú eru tvær styttur fjarlægðar af prestinum, ein við höfuðstövar KFUM við Lækjargötu og önnur við Hlíðarenda á lóð Vals.
Þetta verður þessum báðum félögunum til falls geri þau ekki iðrun.
Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt, munu þeir líka varðveita yðar. (Jóh. 15:20).
Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau. En lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma. Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10:13-16).
Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá Sannleikanum og hverfa að ævintýrum. (2. Tim. 4:3-4).
![]() |
Vilja svipta sr. Friðrik nafnbót heiðursborgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2023 | 20:45
Ísrael úthellir enn einu sinni saklausu blóði.
Þegar hermenn Ísraelshers drápu í gær þrjá bræður sína í misgripum fyrir Hamasmenn, minnir það okkur á að sjálfur frelsarinn, Jesús var framseldur í dauðann af bræðrum sínum Ísraelsmönnum.
Það voru mistök, en þau mistök verða heiminum til hjálpræðis.
Jesús Messías Ísraels kemur brátt aftur upprisinn til að taka völdin í Jerúsalem og heiminum öllum. Þá mun Ísrael taka á móti Honum sem konungi með orðunum: Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins.
Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður, sem Guð sannaði yður með kraftaverkum, undrum og táknum, er Guð lét hann gjöra meðal yðar, eins og þér sjálfir vitið. Hann var framseldur að fyrirhuguðu ráði Guðs og fyrirvitund, og þér létuð heiðna menn negla hann á kross og tókuð hann af lífi. En Guð leysti hann úr nauðum dauðans og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið, að dauðinn fengi haldið honum, Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi. (Post. 2:22-24,36).
Við Íslendingar úthellum daglega blóði saklausra ófæddra barna okkar að yfirlögðu ráði, en ekki fyrir mistök.
![]() |
Gíslarnir báru hvíta fána er þeir voru drepnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2023 | 00:01
Ísland lét glepjast
Leiðtogar fólksins á Ganaströndinni vilja fyrir alla muni að stríðið haldi áfram.
Ef þeir óskuðu eftir að átökunum linnti, legðu þeir niður vopn, gæfust upp eins og þeir gátu gert strax þegar Ísraelsmenn lögðu til atlögu við þá, ekki að ástæðulausu.
Hví kjósa þeir ekki uppgjöf?
Þeir VILJA að Ísraelsmenn drepi sem flesta af samlöndum þeirra Allha til dýrðar. Þess vegna stilla þeir sínu fólki upp fyrir framan byssukjaftana í stað þess hjálpa fólkinu að leita skjóls.
Þannig tekst þeim að vekja þeir hatur umheimsins gegn Ísrael í stað þess að þjóðirnar ættu að snúast gegn þeim og hjálpa Ísrael að draga Hamas til ábyrgðar.
Ísland lét glepjast.
Fyrir Ísrael getur ekkert hlé orðið á átökunum fyrr en gengið hafur verið milli bols og höfuðs á Hamas.
![]() |
Yfirgnæfandi meirihluti kaus með vopnahléi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er það sem gerir einhvern Hollenskan knattspyrnumann að þeim besta varnarmanni í heimi? Gæti verið að andlegur styrkur hans samfara líkamlegum ráði úrslitum?
Frægasti knattspyrnumaður allra tíma, Cristiano Ronaldo SIGNDI sig í miðjum leik, sem fór fram í Saudi-Arabíu, eftir að hafa skorað mark úr víti, 9. ágúst s.l.
Eftir leikinn töldu ýmsir Ronaldo vera í lífshættu .
Í Saudi-Arabíu eru kristin tákn og tilbeiðsla bönnuð með lögum. Sömuleiðis tilraunir til að snúa fólki frá íslam.
Signingin er fastur siður Ronaldos, sem eins konar þakkargjörð til Guðs þegar honum hefur tekist vel upp á leikvellinum.
https://www.youtube.com/watch?v=Jbyo3SzrKn4&list=RDCMUCuwKA0pMVihJOahXCsJUZ0g&start_radio=1&rv=Jbyo3SzrKn4&t=6
![]() |
Hann er besti varnarmaður heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 116
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar