Spennulosandi Eurovision-tillaga Sigmundar Davíðs.

Tillagan gengur út á að með Heru Björk Þórhallsdóttur, fari Brynjar Níelsson til Malmö í maí og lýsi Eurovision-keppninni fyrir Íslendingum, en óeining hefur verið í kringum þátttöku okkar í Keppninni og margir helst úr þeirri lest sem árlega fer á vettvang fyrir hönd RÚV.

Á sama tíma er óreyða á mörgu öðrum sviðum í okkar litla þjóðfélagi.

Ríkisstjórnin hefur verið stokkuð upp.

Biskupskosning stendur yfir, þar sem valið stendur milli þriggja presta, hverjir allir keppast við að fylgja Tíðarandanum, en hafna eftirfylgd við Orð Guðs, þar með játningum Þjóðkirkjunnar.

Kosning á nýjum manni í embætti Forseta Íslands á að fara fram 1. nóvember n. k. og þess vegna er allt á öðrum enda.

En í öllu þessu er komin upp skemmtileg tillaga frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Hann leggur til að Brynjar Níelsson verði fenginn til að lýsa Eurovision-söngvakeppninni í ár í stað Gísla Marteins, sem ekki vill gegna því hlutverki nú.

Brynjar hefur samþykkt að fara ef Sigumundur Davíð kemur og tekur þátt í lýsingunni.

Nú er eftir að sjá hvort RÚV taki þá félaga á orðinu og sendi þá til Malmö.

Ég spái Heru góðu gengi.


mbl.is Heru Björk ekki spáð upp úr riðlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2024

Um bloggið

Guðmundur Örn Ragnarsson

Höfundur

Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðmundur Örn Ragnarsson
Guðfræðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 3416

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband