30.3.2024 | 22:21
Arnar þór Jónsson - já hann!
Í pistil á blog.is, gerði hann orð séra Sigurbjörns Einarssonar biskups, að sínum, er hann spurði:
Hvað skortir íslensku þjóðina mest? Þú veist það svo vel. Það er meira af heilskyggni, fleiri slíkir menn. Viltu ekki að þínum hluta bæta úr þeim skorti?
Við, ég og þú, getum bætt úr þeim skoti með því að velja í stöðu Forseta Íslands slíkan mann. Mann sem felur Jesú Kristi líf þjóðar sinnar. Arnar Þór Jónsson er slíkur, virðist sérhannaður af Guði skapara sínum, til að gegna embætti Forseta.
Hann treystir handleiðslu Guðs í því sem hann gerir. Enda hefur Guð gefið honum innsæi og djúpa þekkingu á þörfum Íslensku þjóðarinnar, þeirrar sem hann ann.
Þess vegna móttekur Arnar Þór orðin þessi frá Guði sínum:
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður (Íslendingar) segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
Þá munuð þér ákalla mig og fara og biðja til mín, og ég mun bænheyra yður. Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta. (Jer. 29:11-13).
Gleðilega páska, því Jesús er upp risinn!
Mun greina frá ákvörðun sinni á þriðjudaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Örn Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 35
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 147
- Frá upphafi: 8371
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 137
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.